Hið villta norður

 

Hið villta norður – The Wild North, nýbirt fræðigrein

 

Sandra Granquist, dýraatferlisfræðingur og sameiginlegur starfsmaður Veiðimálastofnunar og Selaseturs Íslands birti nýlega grein ásamt Per-Åke Nilsson ferðamálafræðingi hjá Selasetri Íslands. Greinin var birt í ritrýndri fræðibók að nafni New Issues in Polar Tourism: Communities, Environment, Politics. Greinin fjallar um uppbyggingu og stjórnun á verkefninu Hið villta norður (The Wild North). Markmið verkefnisins er að stuðla að sjálfbærri þróun náttúrulífsferðamennsku á Norðurslóðum.

 

Hér er hægt að nálgast greinina.