Deildarstjóri Ferðamálarannsóknasviðs Selasetursins, Dr. Leah Burns, heimsótti Háskólann í Þelamörk í Noregi í síðustu viku á vegum Erasmus verkefnisins. Dr. Burns kenndi námskeið um náttúrutengda ferðamennsku og stjórnun gesta á verndarsvæðum. Hún hélt einnig almennan fyrirlestur sem bar yfirskriftina “From Dingoes to Seals: Exploring the Ethics of Managing Wildlife Tourism”.