Heimsókn frá Vín


Við á Selasetrinu fengum góða heimsókn á dögunum. Prófessor Andreas Muhar frá Institute of Landscape Development, Recreation and Conservation Planning við BOKU Háskólann í Vín kom við  og kynnti sér starfsemi setursins. Meðal annars fór prófessor Andreas í selaskoðun á Illugastöðum í frábæru veðri í fylgd með deildarstjóra ferðamálarannsóknadeildar Seleasetursins, Dr Leah Burns.