3. og 4. bekkir Grunnskóla Húnaþings vestra komu í heimsókn í Selasetrið í morgun í tengslum við verkefnið Menningarlegt gildi sela. Verkefnið er samstarfsverkefni Selasetursins og Grunnskólans og er stutt af Menningarráði Norðurlands vestra.
Krakkarnir fengu fræðslu um seli og menningarlegt gildi þeirra og skoðuðu safnið í krók og kima. Þau munu svo halda áfram að fræðast um seli þegar í skólann er komið, vinna úr upplýsingunum og semja brúðuleikrit.
Fátt er skemmtilegra að fá í heimsókn líflega og skemmtilega krakka eins og þennan hóp sem var skólanum sínum til sóma.
Takk fyrir komuna krakkar og verið velkomin aftur!