Góðir gestir á Selasetrinu

Á dögunum fengum við á Selasetrinu góða gesti frá Sviþjóð. Olle Karlsson frá Naturhistoriska riksmuséet og Kalle Lundström frá SLU komu til að funda með Söndru Granquist deildarstjóra líffræðirannsóknarsviðs Selasetursins. 

Þau ræddu sérfræðingarnir um hvernig efla mætti samstarfið á milli þessara stofnana og mögulegt framtíðarsamstarf. Það er afar mikilvægt fyrir sérfræðinga Selasetursins að vera í góðum tengslum við sérfræðinga erlendis til að fá hugmyndir og deila þekkingu.

Þeim félögum er þakkað fyrir komuna.

Sérfræðingarnir skelltu sér í mat á Sjávarborg, nýopnuðum veitingastað á efri hæð Selasetursins. 
Frá vinstri Olle Karlsson, Sandra Granquist og Kalle Lundström.