Frú Eliza Reid leit við á Selasetrið

Forsetafrúin Eliza Reid ásamt Eddu dóttur sinni heimsótti Húnaþing vestra á föstudaginn var en hún var heiðursgestur á brúðuhátiðinni Hipp festival sem haldin var um helgina.

Hún leit einnig við á Selasetrið þar sem Guðmundur stjórnarformaður, Sandra, Jessica, Hafþór, Eric, Zoé og fl. tóku vel á móti þeim mæðgum.