Meistararitgerð varin við Selasetur Íslands

Selasetur Íslands, í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun, tilkynna hér með vörn meistararitgerðar Cécile Chauvat. Fyrirlesturinn hennar verður á ensku og ber heitið Visitors in the Land of Seals og þann 5. maí klukkan 13:00 verður hann í beinni útsendingu á YouTube frá Háskólasetri Vestfjarða og hægt að fylgjast með í gegnum þennan hlekk: https://bit.ly/2YlD7Ns

Ný birting!

Ný vísindagrein sem ber heitið “Fluorine Mass Balance and Suspect Screening in Marine Mammals from the Northern Hemisphere” birtist á dögunum í vísidaritinu Environmental Science and Technology. Verkefnið er alþjóðlegt samstarf á milli vísindastofna frá nokkrum mismunandi löndum og einn af 14 höfundum er Sandra M. Granquist, deildarstjóri Selarannsóknardeildarinnar okkar ásamt sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hægt er að lesa greinina hér:

https://pubs.acs.org/doi/pdf/10.1021/acs.est.9b06773

Opinn fyrirlestur

Við hvetjum sem flesta til að mæta á þennan athyglisverða fyrirlestur. Aðgangur er ókeypis og þarf ekki að skrá sig, bara mæta.

Opinn fyrirlestur

Við hvetjum sem flesta til að mæta á þennan athyglisverða fyrirlestur. Aðgangur er ókeypis og þarf ekki að skrá sig, bara mæta.

Opinn fyrirlestur: Fuglarnir í garðinum

Fuglarnir í garðinum

Einar Þorleifsson, Náttúrufræðingur, Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands

 


Dagsetning:
21. Nóvember
Tími: 20:00-21:00
Staður: Selasetur Íslands

Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu fugla í nærumhverfi okkar og þær fuglategundir sem er að vænta í góðum fuglagarði:

  • Hvaða tré og runnar laða að fugla með berjum, fræjum og skordýrum eða skjóli og hreiðurstæðum.
  • Fuglahús, hreiðurkassar, fóðurbretti og vatn handa fuglunum.
  • Fuglafóðrun: hvaða æti hentar hverri fuglategund og margt fleira sem við getum gert til að laða að fugla.

Vikið verður að nýjum fuglategundum sem eru að nema land á Norðvesturlandi.

Allir eru velkomin að mæta í Selasetur Íslands á opinn fyrirlestur hjá Einari Þorleifssyni þann 21. nóvember kl. 20:00-21:00.