Kennsluakademía opinberu háskólanna stofnuð

Kennsluakademía opinberu háskólanna hefur verið stofnuð, 11 fengu inngöngu. Þar á meðal hún Dr. Jessica Aquino, deildarstjóri Ferðamálarannsóknarsviðs hjá Selasetrinu og lektor í Ferðamáladeild Háskólans á Hólum.

©Kristinn Ingvarsson

Hlutverk Kennsluakademíu opinberu háskólanna er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla, styðja við öflugt náms- og kennslusamfélag og hvetja til kennsluþróunar. Akademían er sett á laggirnar með stuðningi og hvatningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og aðild allra opinberu háskólanna, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Hólum.

Sæti í Kennsluakademíunni er viðurkenning sem hlotnast þeim kennurum sem hafa sinnt kennslu sinni og kennsluþróun af einstakri fagmennsku og fræðimennsku og eru reiðubúnir að deila reynslu sinni með samstarfsfólki sínu og fræðasamfélaginu.

©Kristinn Ingvarsson

https://www.hi.is/frettir/kennsluakademia_opinberu_haskolanna_stofnud_11_fa_inngongu?

List fyrir alla – menning fyrir alla

Selasetur Íslands tekur þá í verkefninu “List fyrir alla” sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.

Á heimasíðunni List fyrir alla má finna:

  • Listviðburðir: yfirlit yfir þá listviðburði sem standa grunnskólum landsins til boða hvert skólaár.
  • Listveitan: rafrænn miðill List fyrir alla og miðlar fjölbreyttu og faglegu listefni fyrir grunnskóla.
  • Menningarhús og söfn: upplýsingar um sem bjóða upp á listir og menningu fyrir og með börnum.

Hér er linkur á verkefnið fyrir Norðurland vestra:
https://listfyriralla.is/menning-fyrir-alla/landshlutar/nordurland-vestra/

Frú Eliza Reid leit við á Selasetrið

Forsetafrúin Eliza Reid ásamt Eddu dóttur sinni heimsótti Húnaþing vestra á föstudaginn var en hún var heiðursgestur á brúðuhátiðinni Hipp festival sem haldin var um helgina.

Hún leit einnig við á Selasetrið þar sem Guðmundur stjórnarformaður, Sandra, Jessica, Hafþór, Eric, Zoé og fl. tóku vel á móti þeim mæðgum.

Selir og áhrif umhverfisbreytinga

Fyrir nokkru gaf Hafrannsónarstofnun út stóra skýrslu að nafni „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga“. Skýrslan er samantekt um stöðu vistkerfa og áhrif umhverfis- og loftlagsbreytinga. Í skýrslunni er að finna kafla um stöðu selastofna við Ísland og áhrif umhverfisbreytinga sem er eftir Söndru Granquist, deildarstjóri Selarannsóknardeildar Selaseturs og selasérfræðingur Hafrannsóknastofnunnar. Kaflinn um seli hefst á bls. 100.

Hér er hlekkurinn:

https://www.hafogvatn.is/static/research/files/hv2021-14.pdf