Íbúakönnun í Húnaþingi vestra

Kæru íbúar Húnaþings vestra

Hún Sarah Walter sumarnemi hjá Selasetri Íslands er að gera íbúakönnun fyrir íbúa Húnaþings vestra sem hluti af hennar starfsnámi í samvinnu við Wageningen háskóla í Hollandi . Tilgangur þessarar rannsóknarinnar er að kanna hvernig íbúar í Húnaþingi vestra líta á uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu og hvort og þá hvaða ferðaþjónustu þeir vilja sjá í framtíðinni.

Það tekur um það bil 10 mínútur að svara spurningalistanum. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þess gætt að ekki verði hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
Góð þátttaka skiptir máli fyrir gæði niðurstaðna rannsóknarinnar.

Klikkið hér á linkinn til að taka þátt á íslensku
Athugið að könnunin er aðeins fyrir íbúa Húnaþings vestra.

Með fyrirfram þökk
Sarah


Click here to participate in the English
note, this is only for residents living in the Húnaþingi vestra.

ROSTUNGURINN

Selasetur Íslands og Náttúruminjasafn Íslands opna sýninguna ROSTUNGURINN – The Walrus á Selasetrinu, Hvammstanga, föstudaginn 20. maí kl. 16.
Sýningin fjallar um íslenska rostungsstofninn sem nýlega var uppgötvaður og lifði hér við land í nokkur þúsund ár en dó út við landnámið. Einnig er fjallað um nytjar af rostungum og þátt þeirra í menningu Íslendinga og annarra þjóða.
Opið hús verður frá kl. 15–17 og boðið upp á léttar veitingar.

Sýning ROSTUNGURINN –The Walrus stendur yfir fram á vor 2024.

Selasetur Íslands og Náttúruminjasafn Íslands


Sumaropnun

Sumaropnun Selaseturs er frá 15. maí til 15. september,
opið alla daga frá kl. 10-17. Verið velkomin.

Summer opening Icelandic Seal Center, from 15 May to 15 September,
open every day from 10-17. Be welcome.


Fundur með hagsmunaaðilum 2022

Boðið var til þakklætisspjalls og kaffi með landeigendum og Selasiglingum í dag. Selasetur Íslands hefur unnið í mörg ár með nokkrum landeigendum á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, sem og eiganda Selasiglinga að selarannsóknum. Samstarfið hefur verið farsælt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Á fundinum var rætt m.a. um áframhaldandi samstarf og komandi rannsóknir á þessu ári. Næsti fundur verður boðaður í byrjun næsta árs, þar sem m.a. verður farið yfir helstu rannsóknarniðurstöður af rannsóknum á þeirra svæði. Takk fyrir okkur.