Viðtal við Söndru Granquist í Morgunblaðinu þann 27. ágúst 2022, um rannsóknir á selastofnum við Ísland.

Viðtal við Söndru Granquist í Morgunblaðinu þann 27. ágúst 2022, um rannsóknir á selastofnum við Ísland.
Mjög góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands þetta sumarið og nú þegar hafa komið yfir 16.500 gestir í heimsókn til okkar. Í fyrra fengum við 10.300 gesti í heimsókn frá maí til október og því erum við mjög ánægð með aukninguna.
Flestar urðu gestakomurnar í júlí, þegar 5.541 gestir komu á Selasetrið, en ágúst fylgdi þar skammt á eftir með 5.171.
Rétt rúm 43% gesta fóru inn á safn Selasetursins þetta sumarið. En aðrir leituðu sér m.a. upplýsinga um hvar væri hægt að finna seli út í náttúrunni og/eða versluðu í búðinni okkar.
Alls sáust 595 selir í selatalningunni miklu sem fór fram í tólfta sinn þann 30. júlí á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Vegna sérstakrar aðstæðna var Heggstaðanesið ekki talið þennan dag.
Selasetur Íslands þakkar öllum þeim sjálfboðaliðum sem tóku þátt í talningunni í ár. Í ár fengum við m.a. sjálfboðaliðar frá Þýskalandi, Belgíu, Englandi og auk þess góðs hóps frá Veraldarvinum sem staðsettir eru í Hrútafirði (wf.is).
— Óskað er eftir sjálfboðaliðum við Selatalninguna miklu —
Laugardaginn 30. júlí kl. 13.30 verður Selatalningin mikla haldin á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.
Dagskrá dagsins:
Kl. 13:30, er afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu.
Kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.
Kl. 15:00-19:00, fer selatalningin fram. Skráning gagna fram á netinu eða með því að skila gögnum á Selasetrið.
— KLIKKIÐ hér til að skrá ykkur —
Upplýsingar fyrir þátttakendur á vettvangi
——-
Markmið með selatalningunni er að styðja við frekari rannsóknir, með því að afla þekkingar á fjölda sela á þessum slóðum og þróa áfram sjálfbæra ferðamennsku í skoðun villtra dýra.
Talningin felst í því að telja seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, en svæðinu verður skipt upp í mörg misstór svæði (um 2-7km löng) og ættu allir finna allir vegalengd við sitt hæfi. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins.
Til upplýsinga
Hér er slóð á almennar upplýsingar um selatalninguna miklu frá því árið 2007-2021 á wikipedia. https://Selatalningin_mikla
Góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands það sem af er sumri og nýja sýningin Rostungurinn hefur vakið mikla athygli.
Skapaðu minningar á Selasetri Íslands 😊🦭💙
– – – – – – – – – –
#selasetur #sealcenter #selaslod #thesealcircle #northiceland #visithunathing #arcticcoastway #nordurstrandaleid