Sandra Granquist, selasérfræðingur og deildarstjóri selarannsóknarsviðs Selasetursins fór á dögunum á ráðstefnuna European Congress of Mammalogy sem haldin var í Stokkhólmi. Á ráðstefnunni var fjallað um líffræðirannsóknir á spendýrum um allan heim og kynnti Sandra verkefni sem unnið var í samstarfi Selaseturs Íslands, Stockholms háskóla, Hólaskóla og Veiðimálastofnunnar. Í rannsókninni sem kynnt var, voru hegðunarreglur sem hafa verið hannaðar til notkunar fyrir ferðamenn við selaskoðun í náttúrunni kannaðar á heimsvísu. Hluta rannsóknarinnar vann Elin Lilja Öqvist sem lokaverkefni til Bs gráðu í líffræði við Stokkhólmsháskóla og var Sandra Granquist leiðbeinandi hennar. Meðhöfundar kynningarinnar voru Georgette Leah Burns, deildarstjóri ferðamannarannsókna hjá Selasetrinu og deildarstjóri á Hólum ásamt Anders Angerbjörn, prófessor hjá Stokkhólmsháskóla.
Sandra Granquist