Hegðunarviðmið í selaskoðun

Sumarið er komið og núna fer að aukast fjöldi heimsókna á svæðinu og á selaskoðunarstaðir landsins. Við minnum á að fara varlega í kringum selina og passa að trufla sem minnst. Þá er gott að hafa eftirfarandi í huga:

Verum varkár, því þetta er griðastaður selanna og við erum gestir.

Verndum selina frá truflun á meðan við erum í selaskoðun:

  • Virðum fjarlægðatakmarkanir við selina (100 metra) og snertum aldrei seli
  • Hreyfum okkur varlega, höfum ekki hátt og köstum aldrei hluti í kringum selina
  • Við færum okkur lengra frá ef selirnir sýna merki um truflun – aukna árverkni (lyfta hausnum eða flýja).
  • Nálgumst aldrei kópa sem virðast einir, því urtan er yfirleitt nálægt þó við sjáum hana ekki.
  • Selirnir hræðast dróna – vinsamlegast notið þá ekki.

Nýr bókarkafli hjá ferðamáladeild

Jessica Aquino lektor og Georgette Leah Burns fyrrum deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum hafa fengið birtan bókarkafla sem ber heitið „Creative Tourism: The Path to a Resilient Rural Icelandic Community“. Þar fjalla þær um það með hvaða hætti áfangastaðir ferðamanna þar sem sköpun er í fyrirrúmi geta bætt búsetuskilyrði og efnahag á dreifbýlum svæðum. Húnaþing vestra og hugmyndafræðin á bak við Selasetur Íslands er notuð sem raundæmi í rannsókninni. Horft er til þess hvernig uppbygging á skapandi ferðaþjónustu hefur verið notuð til að efla seiglu í hinu fámenna samfélagi í Húnaþingi vestra. Einnig er rýnt í það hvernig seigla samfélaga getur þróast í gegnum stuðning við sjálfbæra þróun menningar.

Sjá nánar:

Aquino, J. F., & Burns, G. L. (2021). Creative Tourism: The Path to a Resilient Rural Icelandic Community. In Creative Tourism in Smaller Communities: Place, Culture, and Local Representation. Calgary: University of Calgary Press. Retrieved from http://hdl.handle.net/1880/113280

Sumarstarf við Selarannsóknir

Seal

Ert þú nemi í líffræði eða sambærilegu námi í náttúrufræði og hefur áhuga á selarannsóknum?

Hafrannasóknastofnun í samstarfi við Selarannsóknardeild Selasetursins er að leita að sumarstarfsmanni til að aðstoða okkur við selarannsóknir í sumar við starfstöðina á Hvammstanga.

Starfið felst í að rannsaka og greina atferli og útbreiðslu landsela í mikilvægum látrum á Norðurlandi vestra. Starfsmaðurinn mun taka þátt í vettvangsvinnu (talningar og atferlismælingar) ásamt úrvinnslu gagna undir leiðbeiningum frá sérfræðingi stofnunarinnar. Markmið verkefnis er að auka þekkingu á atferli sela í látrum, ásamt því að skoða hvaða þættir hafa áhrif þar á, svo sem viðvera ferðamanna, veðurþættir og fleira. Þekkingin nýtist m.a. við þróun stofnmatslíkans og við stjórnun selstofna. Verkefnisstjóri verkefnis er Dr. Sandra M. Granquist, sem veitir auka upplýsingar ef spurningar vakna (sandra @hafro.is).

Starfstímabil er 1. júní- 15. ágúst og umsóknarfresturinn rennur út 22. maí. Umsókn í heildsinni, ásamt leiðbeiningum við umsókn má sjá hér:

https://form.vinnumalastofnun.is/sumarstorf/jobsview.aspx?pk_job_id=5345

Aðalfundur 2021

Selasafnið

Aðalfundur Selaseturs Íslands verður haldinn á Hótel Laugarbakka, laugardaginn 26. júní 2021, kl. 13.

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Við vonumst til að sjá sem flesta hluthafa.

Ný grein var gefin út af ferðamála- og selarannsóknardeild Selaseturs

Ný grein var gefið út af Jessicu Aquino, Georgette Leah Burns og Söndru M. Granquist.
Greinin er um: Ábyrga ramma um stjórnun á náttúrulífsferðamennsku: Mál selaskoðunar á Íslandi eða “A responsible framework for managing wildlife watching tourism: The case of seal watching in Iceland“. Greinina er hægt að hlaða niður ókeypis næstu 50 daga.

Þessi hugmyndaritgerð þróar ramma sem fjallar um þörfina á að stjórna samskiptum manna og náttúrunnar í heimskautssvæðum til að tryggja jákvæðar niðurstöður fyrir dýralíf, heimamenn og gesti. Við höldum því fram að stjórnendur sem hafa það verkefni að uppfylla þessar þarfir ættu að gera það í menningarlegu samhengi þar sem siðfræðilegir rammar eru að leiðarljósi sjálfbærir og ábyrgir stjórnunarhættir, en þessar aðferðir eru oft ekki til staðar í bókmenntunum. Með því að fara yfir núverandi bókmenntir sem rannsaka fræðilegan og hagnýtan skilning á stjórnun náttúrulífsins, byggjum við upp aðferðafræðilegan grunn til að nálgast stjórnun á náttúrulífi og þekkjum þörfina fyrir stjórnunaraðgerðir í framtíðinni sem fela í sér þátttöku margra hagsmunaaðila. Með því að taka kerfishugsunaraðferð byggjum við mál fyrir framkvæmd siðfræðilegrar stjórnunarramma (EMF). Notkun rammans er dæmd með tilviksrannsókn á stjórnun selaskoðunar á Íslandi. Nýjum ramma okkar er hægt að beita í fjölbreyttari náttúrutengdum ferðaþjónustum um allan heim.