Sandra Granquist – Ágrip

Sandra Granquist er sviðstjóri líffræðirannsóknasviðs Selaseturs Íslands og hefur starfað á setrinu síðan 2008. Hún er ráðin í samstarfi við Veiðimálastofnun. Sandra útskrifaðist með meistaragráðu í líffræði-og dýraatferlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 (Mestaraverkefni: Social structure and interactions within groups of horses containing a stallion) og lauk licentiate gráðu úr Stockholmsháskóli í nóvember 2013 (Licentiate thesis: Harbour seals (Phoca vitulina) and tourists in Iceland- Who’s watching who?). Hún er með doktórsgráðu frá Stockholms háskóla frá 2016.

Áhugasvið Söndru er breitt, en hefur hún meðal annars áhuga á vistfræði og atferli sela og stýrir fjölmörgum verkefnum á þeim sviðum. Meðal annars hefur hún áhuga á að kanna áhrif ferðamensku á hegðun sela. Hún rannsakar einnig fæðuval sela, t.d. þegar kemur að áhrifum sela á lax og silung. Sandra kennir dýraatferlisfræði við háskólinn á Hólum og hefur einnig kennt við Háskóla Íslands og í Stockholms háskóla.

Birtingarlisti: fræðigreinar, fyrirlestrar og fleira