Upplýsingasíða sjálfboðaliða og skráning
Það er mikilvægt að allir hafi bíl til umráða og gott er að hafa sjónauka meðferðis.
Það sem hafa ber í huga áður en farið er að stað:
- Það er ætlast til að sjálfboðaliðar gangi mjög vel um landið, spilli engu og skilji við svæðið eins og það kemur að því. Það má alls ekki fara yfir ræktað svæði, virða ber dýr og girðingar/hlið.
- Áætla má að gönguleiðin taki smá tíma, allt að 1-3 tímum. Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm og útivistarfatnaði. Veður á staðnum getur breytst með skömmum fyrirvara og því gott að fylgjast með veðurspá og taka með sér nesti.
- Leggið bílum á öruggan hátt og alls ekki uppá þjóðvegi.
- Gengið er meðfram fjörunni og því ber gott að fylgjast vel með þegar það byrjar að flæða að.
- Hafa ber í huga að það er jafn mikilvægt að finna engan sel á sínu svæði og finna sel. Báðar þessar upplýsingar eru mjög mikilvægar fyrir rannsakendur.
Hegðunarviðmið í selaskoðun:
Við minnum á að fara varlega í kringum selina og passa að trufla sem minnst. Þá er gott að hafa eftirfylgjandi í huga:
- Verum varkár, því þetta er griðastaður selanna og við erum gestir.
- Verndum selina frá truflun á meðan við erum í selaskoðun:
- Virðum fjarlægðatakmarkanir við selina (100m) og snertum aldrei seli
- Hreyfum okkur varlega, höfum ekki hátt og köstum aldrei hluti í kringum selina
- Við færum okkur lengra frá ef selirnir sýna merki um truflun – aukna árverkni (lyfta hausnum eða flýja).
- Nálgumst aldrei kópa sem virðast einir, því urtan er yfirleitt nálægt þó við sjáum hana ekki.
- Selirnir hræðast dróna – vinsamlegast notið þá ekki.