Útbreiðsla landsela á Vatnsnesi

Hvaða þættir hafa áhrif á hvenær selir liggja uppi á landi?

Árin 2008-2011 voru selir í nokkrum helstu látrum á Vatnsnesi (Svalbarð, Stapar, Illugastaðir, Hindisvík, Krossanes og Sigríðarstaðarós/Bjargós) taldir reglulega allan ársins hring. Verið er að greina gögnin tölfræðilega og skoða þætti eins og áhrif veðurfars, sjávarstöðu, tíma dags og árstíma á fjölda sela sem liggja á land. Mikilvægt er að kanna áhrif þessara þátta á hegðun sela á land, m.a. vegna þess að þegar selir eru taldir úr lofti, þarf að leiðrétta fyrir líkum á því að selir liggi uppi í látri, en séu ekki neðansjávar.

Verkefnisstjóri: Sandra M. Granquist.