Talningar og merkingar útselskópa

Farið var í útselslátur á Ströndum og í Breiðafirði, haustin 2012 og 2013, og kópar merktir með númeruðum plastmerkjum í afturhreifa. Kópar voru einnig taldir og flokkaðir í aldurshópa eftir kanadísku kerfi, sem lýsir útliti kópa og þroska eftir aldri í dögum. Fylgst er með enduheimtum merktra kópa í veiðarfæri og einnig ef þeir finnast í fjörum, dauðir eða lifandi. Annað framtíðarmarkmið verkefnisins, er að fara oftar en einu sinni í hvert látur til merkinga og um leið meta þroska merktra kópa og hanna þannig íslenskt kerfi til notkunar í stað þess kanadíska.

Verkefnisstjóri: Erlingur Hauksson