Skrásetning selaörnefna

Samhliða söfnun upplýsinga um sellátur, var safnað örnefnum sem tengdust sel. Einnig sem slíkra örnefna var leitað í rituðum íslenskum heimildum og á landakortum. Kortasjá og örnefnasjá Landmælinga Íslands komu í góðar þarfir, við staðsetningu örnefnanna landfræðilega. Þessi selörnefni voru flokkuð og tíðni þeirra tekin saman. Einnig sem hugmyndin er að sýna á landakorti hversu oft og hvar á landinu hvert örnefni kemur fyrir, á Selasetrinu. Nú hafa alls 312 örnefni, tengd sel fundist. Algengasta örnefnið er Selsker, sem kemur varla á óvart. Önnur algeng örnefni eru Selvík, Seley, Látur, Selnes, Selvogur, Selavogur og Selasker. Flest örnefni tengd sel fundust á norðvesturlandi og í Breiðafirði.