Holdafar landsela (Phoca vitulina) á tímabilinu 2007-2010 borið saman við tímabilin 1990-2000 og 1979-1983
Biopol ehf. Skagaströnd safnaði selskrokkum hjá veiðimönnum og netabátum árin 2007-2010, og mældi holdafar þeirra eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Þar á meðal var mæld spikþykkt í cm við neðri enda bringubeins. Svo heppilega vill til að slíkar mælingar eru til frá fyrri tímabilum, 1979-1983 og 1990-2000, hjá landsel a.m.k., sem Erlingur Hauksson framkvæmdi. Með samanburði á þessum mælingum er hugmyndin að kanna holdafar landsela fyrr og nú, til samanburðar, í ljósi hugsanlegra breytinga á fæðuframboði til sela á umræddu 30 ára tímabili.
Verkefnisstjóri: Erlingur Hauksson