Selasetur Íslands endurnýjar samkomulagið við Hafrannsóknarstofnun

Selasetur Íslands og Hafrannsóknarstofnun endurnýjuðu samstarfssamning sinn í lok október 2022. Samkomulagið kveður á um eflingu á rannsóknum á selum við Ísland á starfsstöðinni á Hvammstanga. Þá sérstaklega vöktun á stofnstærð útsels og landsels. Auk þess að sinna gagnasöfnun og rannsóknum sem stuðla að bættri ráðgjöf í samræmi við stjórnunarmarkmiða stjórnvalda.

Aðilar eru sammála um að leita leiða til að fjölga starfsmönnum þannig að styrkja megi rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands og starfsstöð Hafrannsóknarstofnunar á Hvammstanga.

Samkomulagið er ótímabundið og lítur Selasetur Íslands björtum augum til framtíðar.

Illugastaðir er frægur selaskoðunarstaður á Vatnsnesi og Selasetrið stundar rannsóknir þar

Leiðangur Íslands – Mission Iceland

Mission Iceland er ný herferð fyrir íslenska ferðaþjónustu sem hvetur vongóða geimferðalanga til að hugleiða Ísland sem álitlegri áfangastað.

Ísland er fyrsti áfangastaður í heimi til þess að sækja sérstaklega á hóp geimferðalanga með því að senda auglýsingaskilti út í geim. Skilaboðin eru einföld: Ísland er betri áfangastaður en geimurinn.

Góð aðsókn það sem af er ári – yfir 19 þúsund gestir

Mjög góð aðsókn hefur verið á Selasetri Íslands það sem af er ári og hafa yfir 19 þúsund gestir heimsótt okkur nú þegar. Það er því óhætt að segja að Selasetrið sem og nýja Rostunga sýningin hafa vakið verðskuldaða athygli innlendra sem erlendra ferðamanna þetta árið.

Alls hafa einstaklingar frá 58 þjóðum heimsótt okkur frá öllum heimsálfum. Flestir gestana hafa komið frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Íslandi og Frakklandi.

Skapaðu minningar á Selasetri Íslands 😊🦭💙

– – – – – – – – – –
#selasetur #sealcenter #selaslod #thesealcircle #northiceland #visithunathing #arcticcoastway #nordurstrandaleid

Skýrsla um íbúakönnunina 2022 í Húnaþingi vestra er komin út

Út er komin ráðgjafaskýrsla sem unnin er úr íbúakönnun í Húnaþingi vestra, sumarið 2022. Selasetur Íslands stóð fyrir könnun sumarið 2022, til að kynna sér álit samfélagsins á ferðaþjónustu og hvernig hún eigi að þróast á komandi árum.

Það var hún Sarah Walter sumarnemi hjá Selasetrinu sem gerði könnunina núna í sumar undir styrkri handleiðslu Dr. Jessicu Aquino.

Niðurstöður könnunarinnar sýnir m.a. að íbúar Húnaþings vestra hafa jákvæða skoðun á ferðaþjónustu í heild sinni. Meirihluti svarenda er ánægður með ferðaþjónustuna almennt. Þeim finnst ferðaþjónustan hafa bætt gæði líf og skynja sveitarfélagið sem góðan ferðamannastað.

Skýrslan er á ensku og hér má finna link á skýrsluna.

Selasafnið verður opið á Hip-Fest Mini

Alþjóðleg brúðuhátíð verður haldin á Hvammstanga, dagana 7-9 október 2022. Selasetrið tekur þátt í því með því að hafa opið laugardaginn 8. október, frá kl. 12 til 14.

Verið þið hjartanlega velkomin á nýju “Rostungasýninguna”.