Einn af helstu samstarfsaðilum Háskólans á Hólum er Selasetur Íslands á Hvammstanga. Jessica Aquino, lektor við Ferðamáladeild, starfar við báðar stofnanirnar og leiðir þær rannsóknir Selasetursins sem lúta að ferðamennsku.
Meðal verkefna Jessica við Selasetrið er að leiða Húnaklúbbínn. Klúbburinn hefur þann megintilgang að efla þekkingu og virðingu ungmenna fyrir náttúrunni. Um klúbbinn, tilurð hans og markmið, má nánar lesa hér á vef Selasetursins.
Á enska hluta Hólavefsins er í dag sagt frá heimsókn sænskra unglinga til Húnaklúbbsins. Verkefni þetta hlaut styrk úr Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins, og er þar flokkað sem Good Practice Example.