Næstkomandi fimmtudag, 25. júní verða haldnir tveir fyrirlestrar í fyrirlestrarsal Selasetursins og hefjast þeir kl.12:00. Annars vega mun Cécile Chauvat, sem nýverið útskrifaðist með meistaragráðu í strandsvæðastjórnun frá Háskólasetri Vestfjarða, kynna niðurstöður úr meistaraverkefni sínu. Cécile vann verkefnið sitt á Selasetri Íslands í samstarfi við Háskólanum á Hólum og Hafrannsóknastofnun. Leiðbeinendur hennar voru dr. Jessica F. Aquino og dr. Sandra M. Granquist. Einnig mun Polina Moroz, meistaranemi frá Háskóla Íslands, kynna rannsóknaáætlun sína. Hún er að rannsaka landseli og notast hún við staðbundnar sjálfvirkar myndavélar á mikilvægum landselslátrum. Rannsóknin er unnin á Selasetri Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og leiðbeinendur hennar eru dr. Sandra M. Granquist og dr. Marianne Rasmussen.
Minnum á að íbúar Húnaþings vestra fá frían aðgnang að sýningu Selasetursins, ásamt fyrirlestrunum.