Boðið var til þakklætisspjalls og kaffi með landeigendum og Selasiglingum í dag. Selasetur Íslands hefur unnið í mörg ár með nokkrum landeigendum á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, sem og eiganda Selasiglinga að selarannsóknum. Samstarfið hefur verið farsælt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Á fundinum var rætt m.a. um áframhaldandi samstarf og komandi rannsóknir á þessu ári. Næsti fundur verður boðaður í byrjun næsta árs, þar sem m.a. verður farið yfir helstu rannsóknarniðurstöður af rannsóknum á þeirra svæði. Takk fyrir okkur.