Laus er staða framkvæmdastjóra við Selasetur Íslands á Hvammstanga.
Selasetur Íslands var stofnað 2005 og er hlutverk þess að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Megin markmið setursins er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á og standa fyrir margvíslegar rannsóknir, fræðslu og upplýsingamiðlun við Ísland. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvammstanga sem er fjölskylduvænt samfélag við Húnaflóann.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stjórnun og stefnumótun fyrir Selasetur Íslands
- Öflun rannsóknarstyrkja innanlands og utan
- Rekstrar- og fjármálastjórnunarsetursins
- Uppbygging náttúru- og menningartengdra ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
- Móttaka gesta og miðlun þekkingar
- Umsjón með rekstri upplýsingaþjónustu ferðamanna
Menntun og Reynsla:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, td viðskiptafræði, ferðamálafræði, stjórnmálafræði eða náttúruvísindum
- Reynsla af stjórnun og rekstri
- Reynsla af styrkumsóknum og utanumhaldi um styrki
- Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og samskiptahæfni
- Góð tungumálakunnátta er æskileg
Stefnt er að því að nýr framkvæmdastjóri hefji störf um áramótin. Umsóknarfrestur til og með 7. desember 2022 .
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is