Selatalningin mikla – niðurstöður 2021

Alls sáust 718 selir í selatalningunni sem fram fór í ellefta skipti þann 25. júlí síðastliðinn.

Selasetur Íslands vill þakka öllum þeim 58 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. Í ár fengum við m.a. sjálfboðaliða frá Þýskalandi, Finnlandi, Ísrael, Bandríkjunum, Englandi, Ítalíu, Frakklandi og góðan hóp frá Veraldarvinum.

Markmið talningarinnar er sem fyrr að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 107 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra.

Þau 11 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 757 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 718 selir sem er meira en síðustu þrjú síðustu skipti, en þó minna en árlegt meðaltal.

Selatalningin mikla 2021

Óskað er eftir sjálfboðaliðum við Selatalninguna miklu

Sunnudaginn 25. júlí kl. 13.00 verður Selatalningin mikla haldin á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.

Dagskrá dagsins:

Kl. 13:00, er afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu.
Kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Kl. 15:00-19:00, fer selatalningin fram. Skráning gagna fram á netinu eða með því að skila gögnum á Selasetrið.

Upplýsingar fyrir þátttakendur á vettvangi

  • Það er mikilvægt að telja einungis seli sem eru á þínu svæði, svo að hver selur sé aðeins talinn einu sinni.
  • Þú skráir niður alla seli sem þú sérð, hvort sem það er á landi, skeri eða í sjó, auk tímasetningar. Ef hægt er að að greina á milli Landssels og Útsels, þá vinsamlegast skráið það líka.
  • Það er mikivægt að muna, að ekki sjá allir seli, en það er jafn mikilvægt fyrir okkur að vita það og sjá seli.
  • Vinsamlega ferðastu af vargætni og án hávaða, þar sem það getur fælt selina áður en þú getur talið þá. Vinsamlegast ekki koma með hund af sömu ástæðu. Nánar má lesa um hegðun við selaskoðun hér.
  • Vinsamlegast gangið vel um svæðin, gangið ekki yfir ræktuð svæði, virðið girðingar/hlið, ónáðið ekki dýrin og leggið bílum á öruggum stöðum.
  • Varðandi sjónauka, þá er mjög gott að hafa þá með sér en ekki nauðsynlegt til þátttöku. Selasetrið á nokkra sjónauka og það er möguleiki að fá lánaðann sjónauka meðan birgðir endast.

——-

Markmið með selatalningunni er að styðja við frekari rannsóknir, með því að afla þekkingar á fjölda sela á þessum slóðum og þróa áfram sjálfbæra ferðamennsku í skoðun villtra dýra.

Talningin felst í því að telja seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, en svæðinu verður skipt upp í mörg misstór svæði (um 2-7km löng) og ættu allir finna allir vegalengd við sitt hæfi. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins.

Til upplýsinga

Hér er slóð á almennar upplýsingar um selatalninguna miklu frá því árið 2007-2015 á wikipedia. https://Selatalningin_mikla

Sumarmál á RÚV 8. júlí 2021

Hlaðvörp og selarannsóknir:

“Heyrðum einnig af selarannsóknum. Víða um landið er verið að byggja upp selaskoðun og mikill áhugi á því . En Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að því. Við sem eru að skoða  selina gerum okkurekki alltaf grein fyrir því að sumt í atferli okkar veldur truflun sem getur  haft verri afleiðingar en okkur grunar. Hafrannsóknastofnun og Selasetur Íslands hafa  staðið fyrir stórri rannsókn á samspili á milli ferðamanna og selastofna síðan árið 2008.  Sandra M. Granquist er verkefnisstjóri,og við heyrðum í henni.”

https://www.ruv.is/utvarp/spila/sumarmal-fyrri-hluti/31603/9dcf1p?fbclid=IwAR1bHbYprmE-IWD2wa2VsG5PxFAVZrsLAOE1BWytjSzNMtGHHuVzUQcDjHs

Hegðunarviðmið í selaskoðun

Sumarið er komið og núna fer að aukast fjöldi heimsókna á svæðinu og á selaskoðunarstaðir landsins. Við minnum á að fara varlega í kringum selina og passa að trufla sem minnst. Þá er gott að hafa eftirfarandi í huga:

Verum varkár, því þetta er griðastaður selanna og við erum gestir.

Verndum selina frá truflun á meðan við erum í selaskoðun:

  • Virðum fjarlægðatakmarkanir við selina (100 metra) og snertum aldrei seli
  • Hreyfum okkur varlega, höfum ekki hátt og köstum aldrei hluti í kringum selina
  • Við færum okkur lengra frá ef selirnir sýna merki um truflun – aukna árverkni (lyfta hausnum eða flýja).
  • Nálgumst aldrei kópa sem virðast einir, því urtan er yfirleitt nálægt þó við sjáum hana ekki.
  • Selirnir hræðast dróna – vinsamlegast notið þá ekki.

Sumarstarf við Selarannsóknir

Seal

Ert þú nemi í líffræði eða sambærilegu námi í náttúrufræði og hefur áhuga á selarannsóknum?

Hafrannasóknastofnun í samstarfi við Selarannsóknardeild Selasetursins er að leita að sumarstarfsmanni til að aðstoða okkur við selarannsóknir í sumar við starfstöðina á Hvammstanga.

Starfið felst í að rannsaka og greina atferli og útbreiðslu landsela í mikilvægum látrum á Norðurlandi vestra. Starfsmaðurinn mun taka þátt í vettvangsvinnu (talningar og atferlismælingar) ásamt úrvinnslu gagna undir leiðbeiningum frá sérfræðingi stofnunarinnar. Markmið verkefnis er að auka þekkingu á atferli sela í látrum, ásamt því að skoða hvaða þættir hafa áhrif þar á, svo sem viðvera ferðamanna, veðurþættir og fleira. Þekkingin nýtist m.a. við þróun stofnmatslíkans og við stjórnun selstofna. Verkefnisstjóri verkefnis er Dr. Sandra M. Granquist, sem veitir auka upplýsingar ef spurningar vakna (sandra @hafro.is).

Starfstímabil er 1. júní- 15. ágúst og umsóknarfresturinn rennur út 22. maí. Umsókn í heildsinni, ásamt leiðbeiningum við umsókn má sjá hér:

https://form.vinnumalastofnun.is/sumarstorf/jobsview.aspx?pk_job_id=5345