Kennsluakademía opinberu háskólanna stofnuð

Kennsluakademía opinberu háskólanna hefur verið stofnuð, 11 fengu inngöngu. Þar á meðal hún Dr. Jessica Aquino, deildarstjóri Ferðamálarannsóknarsviðs hjá Selasetrinu og lektor í Ferðamáladeild Háskólans á Hólum.

©Kristinn Ingvarsson

Hlutverk Kennsluakademíu opinberu háskólanna er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla, styðja við öflugt náms- og kennslusamfélag og hvetja til kennsluþróunar. Akademían er sett á laggirnar með stuðningi og hvatningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og aðild allra opinberu háskólanna, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Hólum.

Sæti í Kennsluakademíunni er viðurkenning sem hlotnast þeim kennurum sem hafa sinnt kennslu sinni og kennsluþróun af einstakri fagmennsku og fræðimennsku og eru reiðubúnir að deila reynslu sinni með samstarfsfólki sínu og fræðasamfélaginu.

©Kristinn Ingvarsson

https://www.hi.is/frettir/kennsluakademia_opinberu_haskolanna_stofnud_11_fa_inngongu?

List fyrir alla – menning fyrir alla

Selasetur Íslands tekur þá í verkefninu “List fyrir alla” sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.

Á heimasíðunni List fyrir alla má finna:

  • Listviðburðir: yfirlit yfir þá listviðburði sem standa grunnskólum landsins til boða hvert skólaár.
  • Listveitan: rafrænn miðill List fyrir alla og miðlar fjölbreyttu og faglegu listefni fyrir grunnskóla.
  • Menningarhús og söfn: upplýsingar um sem bjóða upp á listir og menningu fyrir og með börnum.

Hér er linkur á verkefnið fyrir Norðurland vestra:
https://listfyriralla.is/menning-fyrir-alla/landshlutar/nordurland-vestra/

Frú Eliza Reid leit við á Selasetrið

Forsetafrúin Eliza Reid ásamt Eddu dóttur sinni heimsótti Húnaþing vestra á föstudaginn var en hún var heiðursgestur á brúðuhátiðinni Hipp festival sem haldin var um helgina.

Hún leit einnig við á Selasetrið þar sem Guðmundur stjórnarformaður, Sandra, Jessica, Hafþór, Eric, Zoé og fl. tóku vel á móti þeim mæðgum.

Selasafnið lokar í dag formlega fyrir veturinn

Selasafnið lokar formlega fyrir veturinn frá og með 1. október. En hafirðu áhuga á að koma með hóp til okkar er hægt að bóka tíma í síma 451 2345 eða með tölvupósti á info@selasetur.is.

Selasafnið verður opið á Brúðulistahátíðinni HIP (Hvammstangi International Puppet Festival) laugardaginn 9. október, kl.12-14.

Selasetrið verður opið út september

Enn er talsverð traffík á Selasetrið og hefur því verið ákveðið að framlengja opnunartíma okkar til 30. september. Það verður opið frá 11-15 alla virka daga. Verið öll hjartanlega velkomin á Selasetrið!

There is still traffic at the Icelandic Seal Center and it has therefore been decided to extend our opening hours until 30 September. It will be open from 11-15 every working day (Monday to Friday). Be welcome to the Seal Center!