Svo leiðinlega vildi til að heimasíða Selaseturs Íslands lá niðri dögunum vegna tæknilegra örðugleika. Unnið er að viðgerðum og uppsetningu á nýrri síðu og er vonast til þess að hún verði komin að fullu í loftið á næstu dögum.
Afsakið ónæðið.
Svo leiðinlega vildi til að heimasíða Selaseturs Íslands lá niðri dögunum vegna tæknilegra örðugleika. Unnið er að viðgerðum og uppsetningu á nýrri síðu og er vonast til þess að hún verði komin að fullu í loftið á næstu dögum.
Afsakið ónæðið.
Árið 2016 komu 39.223 gestir inn á upplýsingamiðstöð ferðamanna í Húnaþingi vestra, sem staðsett er í Selasetrinu. Þetta er 44% fjölgun frá 2015.
Flestar urðu gestakomurnar þegar 10.809 gestir komu í Selasetrið, en ágúst fylgdi þar skammt á eftir með 10.508.
Rétt rúm 30% gesta upplýsingamiðstöðvarinnar fóru inn á safn Selasetursins árið 2016 eða 11.996.
Þegar þetta er ritað í miðjum janúar 2017 hafa gestakomur rúmlega þrefaldast á milli ára miðað við allan janúar 2016.
Verð á aðgöngumiðum inn á safn Selaseturs Íslands verður óbreytt árið 2017.
Rqaunar hefur aðgangseyrir safnsins ekki hækkað síðan 2012!
Upplýsingar um aðgangseyri og opnunartíma má nálgast hér
Ferðamálarannsóknarsvið Selaseturs Íslands hefur verið úthlutað styrknum “Samstarfsverkefni Íslands og Noregs varðandi norðurskautið”. Fyrsti alþjóðlegi fundurinn var haldinn mánudaginn, 29. nóvember. Styrkur þessi var veittur til undirbúningsvinnu fyrir sameiginlegar styrkumsókn sem munu þá fjármagna framtíðar rannsóknarverkefni. Þetta er fyrsta af mörgum framtíðarverkefnum hvað varðar alþjóðlegt samstarf í rannsóknum á sviðum ferðaþjónustu og sjávarlíffræði. Rannsóknarhópnum er stýrt af Jessicu Faustini Aquino.