Nýtt Meistaraverkefni hafið


Þetta er Polina Moroz, meistaranemi í Umhverfis og auðlindafræði í Háskóla Íslands. Í sumar vinnur hún verkefni í samstarfi við Selasetur Íslands og Hafrannsóknastofnun sem nefnist „Using stationary automatic trail cameras to monitor harbour seals at important haul-out sites“. Leiðbeinandi hennar er Sandra M. Granquist (Deildarstjóri Selarannsóknadeildar Selaseturs Íslands og sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun). Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Styrkur úr Loftslagsjóði Umhverfisráðuneytisins

Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino, og Sandra M. Granquist.
Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino, og Sandra M. Granquist.

Selasetur Íslands og Náttúrustofa Norðurlands Vestra í samstarfi við Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun hafa hlotið styrk frá Loftslagsjóði í verkefni sem nefnist Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun dýra.  Verkefnið verður unnið á Norðurlandi Vestra, frá Skagafirði til Hrútafjarðar.  Áhugasamir krakkar mundu búa til eigin vöktunar verkefni undir leiðsögn náttúru og -fuglafræðinga. Dæmi um vöktunarverkefni væru; koma farfugla, skráning á algengum tegundum varpfugla og umferðarfugla frá enn norðlægari slóðum og talning, útbreiðsla og lifnaðarhættir sela.  Upplýsingunum verður safnað saman og munu vísindamenn og fleiri hafa gagn af þessari mikilvægu upplýsingaöflun. Verkefnið mun auka náttúruskilning ungmenna og vitund um náttúruvernd og umhverfisbreytingar á tímum hraðra loftslagbreytingum í norðri.

Verkefnisstjórar: Einar Ó. Þorleifsson og Jessica Aquino
Meðumsækjandi: Sandra M. Granquist

Smellið hér til að lesa tilkynninginguna frá Umhverfisráðuneyti um styrkina sem voru úthlutaðir.

Sumarstarf við selarannsóknir!

Hefur þú áhuga á sumarstarfi sem felst í að aðstoða við rannsóknir á selum á starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga, með aðsetur á Selasetri Íslands? Starfið felst m.a. í því að aðstoða við rannsóknir á stofnvistfræði sela, aðstoða við vettvangsvinnu í sambandi við selatalningar, skrá talningargögn í gagnabanka og fleiri verkefni sem tengjast okkar starfi. Vinnan er undir handleiðslu Söndru M. Granquist, sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun og deildarstjóra Selarannsóknardeildar Selaseturs Íslands. Um er að ræða 2 mánaða starf. Umsækjandi þarf að vera námsmaður í námi á milli anna og þurfa að hafa lokið a.m.k. einu ári á háskólastigi á fræðasviði sem nýtist í starfi (líffræði eða skyldum greinum).
Spurningar um starfið má senda á sandra@hafro.is

Sækja um hér.

Aðalfundur

Aðalfundur Selaseturs Íslands verður haldinn föstudaginn 22. maí 2020, kl. 19:00, í Dæli.

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Meistararitgerð varin við Selasetur Íslands

Selasetur Íslands, í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða, Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun, tilkynna hér með vörn meistararitgerðar Cécile Chauvat. Fyrirlesturinn hennar verður á ensku og ber heitið Visitors in the Land of Seals og þann 5. maí klukkan 13:00 verður hann í beinni útsendingu á YouTube frá Háskólasetri Vestfjarða og hægt að fylgjast með í gegnum þennan hlekk: https://bit.ly/2YlD7Ns

Ný birting!

Ný vísindagrein sem ber heitið “Fluorine Mass Balance and Suspect Screening in Marine Mammals from the Northern Hemisphere” birtist á dögunum í vísidaritinu Environmental Science and Technology. Verkefnið er alþjóðlegt samstarf á milli vísindastofna frá nokkrum mismunandi löndum og einn af 14 höfundum er Sandra M. Granquist, deildarstjóri Selarannsóknardeildarinnar okkar ásamt sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hægt er að lesa greinina hér:

https://pubs.acs.org/doi/pdf/10.1021/acs.est.9b06773

Opinn fyrirlestur

Við hvetjum sem flesta til að mæta á þennan athyglisverða fyrirlestur. Aðgangur er ókeypis og þarf ekki að skrá sig, bara mæta.

Opinn fyrirlestur

Við hvetjum sem flesta til að mæta á þennan athyglisverða fyrirlestur. Aðgangur er ókeypis og þarf ekki að skrá sig, bara mæta.

Opinn fyrirlestur: Fuglarnir í garðinum

Fuglarnir í garðinum

Einar Þorleifsson, Náttúrufræðingur, Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands

 


Dagsetning:
21. Nóvember
Tími: 20:00-21:00
Staður: Selasetur Íslands

Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu fugla í nærumhverfi okkar og þær fuglategundir sem er að vænta í góðum fuglagarði:

  • Hvaða tré og runnar laða að fugla með berjum, fræjum og skordýrum eða skjóli og hreiðurstæðum.
  • Fuglahús, hreiðurkassar, fóðurbretti og vatn handa fuglunum.
  • Fuglafóðrun: hvaða æti hentar hverri fuglategund og margt fleira sem við getum gert til að laða að fugla.

Vikið verður að nýjum fuglategundum sem eru að nema land á Norðvesturlandi.

Allir eru velkomin að mæta í Selasetur Íslands á opinn fyrirlestur hjá Einari Þorleifssyni þann 21. nóvember kl. 20:00-21:00.

Sustainable Cultural Tourism Award Nomination

Sponsoring organizations

The Icelandic Seal Center is very excited to announce our selection as a candidate for the ‘Destination of Sustainable Cultural Tourism’ Awards 2019. The winners and runners up will be announced at the European Cultural Tourism Network (ECTN) Awards ceremony to take place in Granada, Spain, on 24 October 2019. The Awards ceremony will be held during the annual ECTN Conference 2019 that will take place on 24-26 October 2019 at Museo Memoria de Andalucía, Granada, Spain.

 

The Icelandic Seal Center (ISC) is an example of a community-academic partnership. Established in 2005 as a community-owned non-profit the ISC is a local initiative aimed at developing sustainable and responsible tourism for Húnaþing vestra, and it continues to help in regional development with wildlife tourism as a focus. Academic partnerships with the ISC include Hólar University, The Marine and Freshwater Research Institute, and Náttúrustofa Norðurlands vestra. Seal Travel, which is a non-profit tourism agency owned by the ISC helps to establish networks of tourism businesses in Húnaþing vestra and other regional partnerships for tourism development. The ISC has an integral role in nurturing the local identity and distinctiveness of a community, strengthening sustainable rural tourism development, and empowering people at the local level to develop policies for the protection of natural and cultural resources.