Ný birting!

Ný vísindagrein sem ber heitið “Fluorine Mass Balance and Suspect Screening in Marine Mammals from the Northern Hemisphere” birtist á dögunum í vísidaritinu Environmental Science and Technology. Verkefnið er alþjóðlegt samstarf á milli vísindastofna frá nokkrum mismunandi löndum og einn af 14 höfundum er Sandra M. Granquist, deildarstjóri Selarannsóknardeildarinnar okkar ásamt sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Hægt er að lesa greinina hér:

https://pubs.acs.org/doi/pdf/10.1021/acs.est.9b06773

Opinn fyrirlestur: Fuglarnir í garðinum

Fuglarnir í garðinum

Einar Þorleifsson, Náttúrufræðingur, Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands

 


Dagsetning:
21. Nóvember
Tími: 20:00-21:00
Staður: Selasetur Íslands

Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu fugla í nærumhverfi okkar og þær fuglategundir sem er að vænta í góðum fuglagarði:

  • Hvaða tré og runnar laða að fugla með berjum, fræjum og skordýrum eða skjóli og hreiðurstæðum.
  • Fuglahús, hreiðurkassar, fóðurbretti og vatn handa fuglunum.
  • Fuglafóðrun: hvaða æti hentar hverri fuglategund og margt fleira sem við getum gert til að laða að fugla.

Vikið verður að nýjum fuglategundum sem eru að nema land á Norðvesturlandi.

Allir eru velkomin að mæta í Selasetur Íslands á opinn fyrirlestur hjá Einari Þorleifssyni þann 21. nóvember kl. 20:00-21:00.

Sustainable Cultural Tourism Award Nomination

Sponsoring organizations

The Icelandic Seal Center is very excited to announce our selection as a candidate for the ‘Destination of Sustainable Cultural Tourism’ Awards 2019. The winners and runners up will be announced at the European Cultural Tourism Network (ECTN) Awards ceremony to take place in Granada, Spain, on 24 October 2019. The Awards ceremony will be held during the annual ECTN Conference 2019 that will take place on 24-26 October 2019 at Museo Memoria de Andalucía, Granada, Spain.

 

The Icelandic Seal Center (ISC) is an example of a community-academic partnership. Established in 2005 as a community-owned non-profit the ISC is a local initiative aimed at developing sustainable and responsible tourism for Húnaþing vestra, and it continues to help in regional development with wildlife tourism as a focus. Academic partnerships with the ISC include Hólar University, The Marine and Freshwater Research Institute, and Náttúrustofa Norðurlands vestra. Seal Travel, which is a non-profit tourism agency owned by the ISC helps to establish networks of tourism businesses in Húnaþing vestra and other regional partnerships for tourism development. The ISC has an integral role in nurturing the local identity and distinctiveness of a community, strengthening sustainable rural tourism development, and empowering people at the local level to develop policies for the protection of natural and cultural resources.

Aðalfundur

Aðalfundur Selaseturs Íslands verður haldinn á Hótel Laugarbakka 6. september kl. 21.

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Nýtt stofnstærðarmat á landsel

Mynd: Sandra M. Granquist

Hafrannsóknastofnun, í samvinnu við Selasetur Íslands, hefur lokið vinnu við mat á stærð landselsstofnsins við Ísland, byggt á talningum sem fram fóru sumarið 2018. Skýrslu um verkefnið má nálgast hér.  Landselsstofninn er metinn vera um 9400 dýr.  Frá árinu 1980 hafa reglubundnar talningar farið fram til að meta stofnstærð og breytingar í stofnþróun tegundarinnar við Ísland. Stofninn er nú metinn vera 72% minni en árið 1980, en 23% stærri en árið 2016 þegar sambærilegt stofnstærðarmat var síðast unnið. Mesta fækkunin í stofninum átti sér stað frá árinu 1980 til ársins 1989 og benda niðurstöður undanfarinna ára til að stærð stofnsins sveiflist nú nálægt sögulegu lágmarki.  Samkvæmt stjórnunarmarkmiðum fyrir landsel við Ísland skal lágmarks stofnstærð vera 12.000 selir. Niðurstöður stofnmatsins gefa til kynna að fjöldinn sé nú um 21% minni.  Mikilvægt er því að gripa til aðgerða til að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett.

Hafrannsóknastofnun leggur í ráðgjöf sinni til að sett verði bann við beinum veiðum á landsel.  Stofnunin leggur einnig til að leitað verði leiða til að draga úr meðafla landsels við netaveiðar.  Verði takmarkaðar beinar veiðar leyfðar er mikilvægt að veiðistjórnunarkerfi verði innleitt og skráningar á öllum veiðum verði lögbundnar.  Jafnframt leggur stofnunin til að reynt verði að takmarka möguleg truflandi áhrif af athöfnum manna á landsel, sérstaklega í maí-ágúst þegar kæping og háraskipti eiga sér stað.  Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar má nálgast hér.

Nýr starfsmaður kominn til starfa

Einar Ó. Þorleifsson náttúrufræðingur hefur tekið til starfa hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Hann er menntaður í landfræði frá Háskóla Íslands með sérgreinar í líffræði og jarðfræði. Einar hefur lagt stund á fuglarannsóknir til margra ára. Helstu sérgreinar hanns eru votlendislífríki og votlendisfuglar. Einar hefur einnig fengist við rannsóknir á útbreiðslu fugla, sérstaklega þær fuglategundir sem hafa numið land á Íslandi á tuttugustu öld og fram til dagsins í dag.

Einar mun vinna að ýmsum náttúrurannsóknum aðallega á sviði fuglafræði á því víðfema svæði sem náttúrustofan sinnir. Hann hefur aðsetur við Selasetrið á Hvammstanga.

Áhugasömum sem hafa upplýsingar um áhugaverða fugla, t.d. nýja varpstaði eða fundarstaði plantna eða sérstök jarðfræðifyrirbrigði er velkomið að leita til hans um frekari upplýsingar.