Selasetrið verður opið út september

Enn er talsverð traffík á Selasetrið og hefur því verið ákveðið að framlengja opnunartíma okkar til 30. september. Það verður opið frá 11-15 alla virka daga. Verið öll hjartanlega velkomin á Selasetrið!

There is still traffic at the Icelandic Seal Center and it has therefore been decided to extend our opening hours until 30 September. It will be open from 11-15 every working day (Monday to Friday). Be welcome to the Seal Center!

Fyrirlestraröðin hefst á nýju eftir sumarfrí

Í vetur mun Selasetur Íslands halda áfram með fyrirlestraröð þar sem fræðimenn úr ýmsum áttum koma og halda fyrirlestra. Við hefjum haustönnina með fyrstu fyrirlestrunum mánudaginn 23. ágúst klukkan 20:00 í Selasetrinu. Í þetta skiptið verða sumar vísindamennirnir okkar með tvo fyrirlestra, en það eru líffræðingarnir Brontë Harris frá Englandi og Laura Redaelli frá Ítalíu. Brontë og Laura hafa unnið á Selarannsóknardeild setursins í sumar við vettvangsrannsóknir og greiningar á selum.

Fyrirlestrarnir verða á ensku. Boðið verður uppá kaffi og konfekt.

Nánar um fyrirlestraröð Selasetursins má finna hér

Bronte
Laura

Góð aðsókn á Selasetur Íslands

Góð aðsókn hefur verið á Selasetur Íslands í sumar og höfum við fengið fleiri gesti núna um mitt sumarið en allt árið í fyrra. Íslendingar sem og erlendir ferðamenn hafa verið duglegir að heimsækja okkur. Auk þess sem við höfum fengið heimsóknir skólahópa, ferðamannahópa, bæði erlenda sem innlenda.

Spurningarnar um selina inná sýningunni hefur vakið mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Grunnsýning er á íslensku, ensku og þýsku.

Í byrjun sumars á 15 ára afmæli Selaseturs hófum við samstarf við Rjómabúið á Erpstöðum og seljum við ís frá þeim til ágúst loka.

Við hvetjum heimamenn sem aðra til þess að gera sér glaðan dag og líta við á Selasetrinu.

Kjaftæði - Karamellu Rjómaís
Ísinn frá Erpstöðum.

Selatalningin mikla – niðurstöður 2021

Alls sáust 718 selir í selatalningunni sem fram fór í ellefta skipti þann 25. júlí síðastliðinn.

Selasetur Íslands vill þakka öllum þeim 58 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. Í ár fengum við m.a. sjálfboðaliða frá Þýskalandi, Finnlandi, Ísrael, Bandríkjunum, Englandi, Ítalíu, Frakklandi og góðan hóp frá Veraldarvinum.

Markmið talningarinnar er sem fyrr að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 107 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra.

Þau 11 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 757 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 718 selir sem er meira en síðustu þrjú síðustu skipti, en þó minna en árlegt meðaltal.

Selatalningin mikla 2021

Óskað er eftir sjálfboðaliðum við Selatalninguna miklu

Sunnudaginn 25. júlí kl. 13.00 verður Selatalningin mikla haldin á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.

Dagskrá dagsins:

Kl. 13:00, er afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu.
Kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Kl. 15:00-19:00, fer selatalningin fram. Skráning gagna fram á netinu eða með því að skila gögnum á Selasetrið.

Upplýsingar fyrir þátttakendur á vettvangi

  • Það er mikilvægt að telja einungis seli sem eru á þínu svæði, svo að hver selur sé aðeins talinn einu sinni.
  • Þú skráir niður alla seli sem þú sérð, hvort sem það er á landi, skeri eða í sjó, auk tímasetningar. Ef hægt er að að greina á milli Landssels og Útsels, þá vinsamlegast skráið það líka.
  • Það er mikivægt að muna, að ekki sjá allir seli, en það er jafn mikilvægt fyrir okkur að vita það og sjá seli.
  • Vinsamlega ferðastu af vargætni og án hávaða, þar sem það getur fælt selina áður en þú getur talið þá. Vinsamlegast ekki koma með hund af sömu ástæðu. Nánar má lesa um hegðun við selaskoðun hér.
  • Vinsamlegast gangið vel um svæðin, gangið ekki yfir ræktuð svæði, virðið girðingar/hlið, ónáðið ekki dýrin og leggið bílum á öruggum stöðum.
  • Varðandi sjónauka, þá er mjög gott að hafa þá með sér en ekki nauðsynlegt til þátttöku. Selasetrið á nokkra sjónauka og það er möguleiki að fá lánaðann sjónauka meðan birgðir endast.

——-

Markmið með selatalningunni er að styðja við frekari rannsóknir, með því að afla þekkingar á fjölda sela á þessum slóðum og þróa áfram sjálfbæra ferðamennsku í skoðun villtra dýra.

Talningin felst í því að telja seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, en svæðinu verður skipt upp í mörg misstór svæði (um 2-7km löng) og ættu allir finna allir vegalengd við sitt hæfi. Selatalningin mikla er skemmtileg upplifun og það er vel þess virði að koma og taka þátt í rannsóknarstörfum setursins.

Til upplýsinga

Hér er slóð á almennar upplýsingar um selatalninguna miklu frá því árið 2007-2015 á wikipedia. https://Selatalningin_mikla