Framkvæmdastjóri Selasetur Íslands

Laus er staða framkvæmdarstjóra við Selasetur Íslands. Um er að ræða fullt starf í eitt ár með möguleika á framlengingu. Selasetur Íslands var stofnað árið 2005 og hlutverk þess er að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Megin markmið setursins er að efla náttúrutengda ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Starfsstöð framkvæmdastjóra er á Hvammstanga sem er fjölskylduvænt samfélag.

Í starfinu felst:

  • Stefnumótun og stjórnun Selaseturs Íslands
  • Öflun rannsóknastyrkja og framkvæmd verkefna á fræðasviðum setursins
  • Uppbyggingu náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra
  • Móttaka gesta og miðlun þekkingar
  • Rekstrar- og fjármálastjórnun setursins

Við leitum að einstaklingi með:

  • Meistarapróf á fræðasviði sem nýtist til uppbyggingar starfsemi Selaseturs Íslands en doktorsmenntun er æskileg
  • Reynslu af stjórnun, rannsóknum og þróunarstarfi
  • Leiðtogahæfileika, ábyrgð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum

Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 2021 og er krafist búsetu í Húnaþingi vestra. Umsóknir berist fyrir 1. nóvember 2020 ásamt afritum af prófskírteinum, ferilskrá og nöfnum tveggja meðmælenda. Umsóknir sendist til Guðmundar Jóhannessonar, gummijo@simnet.is