Fuglarnir í garðinum
Einar Þorleifsson, Náttúrufræðingur, Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands
Dagsetning: 21. Nóvember
Tími: 20:00-21:00
Staður: Selasetur Íslands
Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu fugla í nærumhverfi okkar og þær fuglategundir sem er að vænta í góðum fuglagarði:
- Hvaða tré og runnar laða að fugla með berjum, fræjum og skordýrum eða skjóli og hreiðurstæðum.
- Fuglahús, hreiðurkassar, fóðurbretti og vatn handa fuglunum.
- Fuglafóðrun: hvaða æti hentar hverri fuglategund og margt fleira sem við getum gert til að laða að fugla.
Vikið verður að nýjum fuglategundum sem eru að nema land á Norðvesturlandi.
Allir eru velkomin að mæta í Selasetur Íslands á opinn fyrirlestur hjá Einari Þorleifssyni þann 21. nóvember kl. 20:00-21:00.