Erasmus+ LTT2 viðburður í Tyrklandi

Í síðustu viku fór fram LTT2 (Learning, Teaching, Training) viðburður í Tyrklandi í tengslum við Erasmus+ verkefnið Climate Challenge Adventure sem Selasetrið stýrir. Gestagjafinn var Bilnet skólinn í Balikesir sem er rúmlega 300 þús. manna borg í vestur Tyrklandi.

Þarna hittust allir aðilar verkefnisins og nemendur og kennarar frá Íslandi, Danmörku og Tyrklandi prófuðu nýstárlegar leiðir til að takast á við loftslagsbreytingar og stuðla að sjálfbærni með leikjamiðaðri menntun, stafrænni frásögn og umhverfisvænum starfsháttum.

Viðburðurinn var afar vel heppnaður og það var gaman að kynnast tyrkneskri menningu og gestrisni. Hluti af ferðalaginu var viðkoma í Istanbul sem er mögnuð borg, bæði hvað varðar stærð og sögu.

Næstu á dagskrá verkefnisins eru litlir staðbundnir viðburðir hjá öllum aðilum verkefnisins sem verða haldnir í lok maí og byrjun júní. Næsti LTT-viðburður verður svo á Hvammstanga um miðjan september.

Selasetrið leiðir Erasmus+ verkefni í baráttunni við loftslagsbreytingar

Í nóvember hófst formlega Erasmus+ verkefnið styrkt af EU sem ber heitið Climate Challenge Adventure (2024-1-IS01-KA220-SCH-000243341) sem Selasetur Íslands leiðir. Markmið verkefnisins er að gera ungt fólk meðvitaðra um loftslagsbreytingar með nýstárlegri og leikjamiðaðri nálgun. Einnig að veita þeim nauðsynlega þekkingu og færni til að taka virkan þátt í baráttunni gegn þessu alþjóðlega vandamáli og hvetja til þátttöku þeirra í loftslagsaðgerðum.

Verkefnið miðar einnig að því að skapa vettvang sem sameinar menntun og skemmtun, nýtir krafta tækninnar, listar og gerir ungu fólki kleift að þróa umhverfisvitund sína og taka áþreifanleg skref í átt að sjálfbærri framtíð.

Ásamt Selasetrinu taka eftirfarandi aðilar þátt í verkefninu: Grunnskóli Húnaþings vestra, Schwerpunkt Zentrum frá Þýskalandi, Mariagerfjord Gymnasium frá Danmörku, Formación Academia Barcelona frá Spáni og Özel Balikesir Bilnet Ortaokulu frá Tyrklandi.

Upphafsfundur verkefnisins var haldinn á Íslandi í lok nóvember og stuttu fyrir jóla var fyrsti LTT (Learning, Teaching, Training) viðburður þesss í Danmörku. Næsti stóri viðburður er LTT2 í Tyrklandi í byrjun maí. Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu eða Facebook síðu þess, þar sem bætt verður við efni og fréttum eftir því sem verkefnið þróast áfram.

Starf rannsóknarmanns Hafrannsóknastofnunnar á Hvammstanga auglýst

Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir rannsóknamanni til starfa í sýna- og gagnavinnslu við selarannsóknir á starfsstöð stofnunarinnar á Hvammstanga. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við öflun og úrvinnslu gagna í landi og mögulega í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Ætlunin er að ráða í starfið frá og með 1. mars 2025 og er umsóknarfrestur til 20. febrúar.

Nánari upplýsingar um starfið má finna hérna:

Starf rannsóknamanns á Hvammstanga | Ísland.is

Jólakveðja

Selasetur Íslands óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Selasetrið verður lokað yfir hátíðarnar frá og með 23. desember til og með 5. janúar.