Sýningar

Eitt af markmiðum Selaseturs Íslands er að stuðla að alhliða fræðslu um seli við Íslands. Það gerir setrið m.a. annars með sérstakri fræðslusýningu um seli og nánasta umhverfi þeirra, en þar má m.a. afla sér þekkingar um:

  • Lífshætti sela, líkamsbyggingu, kæpingu, fæðuöflun o.fl.
  • Hlunnindi, selveiðar og nýtingu selaafurða í sögulegu samhengi. Sjá meira
  • Þjóðsögur um seli
  • Sr. Sigurð Norland frá Hindisvík, sem var frumkvöðull að friðun sela við Vatnsnes.

Nýlega var tekinn í notkun nýr gagnvirkur sýnisgripur (sjá myndbandið hér að ofan), sem notar GPS hnit til að rekja ferðir selskóps sem vísindamenn á vegum Selaseturs Íslands merktu 2016.

Mætti góður hópur á opnunina og vakti gripurinn, sem hannaður er af Gagarín, mikla lukku.

Verkefnið er styrkt af National Marine Aquarium í Bretlandi, Sóknaráætlun Norðurlands vestra, og Húnaþingi vestra.