Sýningar

Eitt af markmiðum Selaseturs Íslands er að stuðla að alhliða fræðslu um seli við Íslands. Það gerir setrið m.a. annars með sérstakri fræðslusýningu um seli og nánasta umhverfi þeirra, en þar má m.a. afla sér þekkingar um:

  • Lífshætti sela, líkamsbyggingu, kæpingu, fæðuöflun o.fl.
  • Hlunnindi, selveiðar og nýtingu selaafurða í sögulegu samhengi. Sjá meira
  • Þjóðsögur um seli
  • Sr. Sigurð Norland frá Hindisvík, sem var frumkvöðull að friðun sela við Vatnsnes.