Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir rannsóknamanni til starfa í sýna- og gagnavinnslu við selarannsóknir á starfsstöð stofnunarinnar á Hvammstanga. Starfið felst í fjölbreyttri vinnu við öflun og úrvinnslu gagna í landi og mögulega í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Ætlunin er að ráða í starfið frá og með 1. mars 2025 og er umsóknarfrestur til 20. febrúar.
Nánari upplýsingar um starfið má finna hérna:
Starf rannsóknamanns á Hvammstanga | Ísland.is