
Í byrjun ágúst sett Markaðsstofa Norðurlands upp þrjú listaverk á Norðurstrandarleið, sem hluti af því að efla enn frekar áhuga og kynningu á leiðinni. Listaverkin voru unnin af hópi listafólks frá Úkraínu sem kallar sig UNDRUN/Dyvyna DECOR. Verkefnið var unnið í samstarfi við Ferðamálasamtök Norðurlands vestra, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.
Partur af þessu verkefni var sæljón sem sett var upp á Hvammstanga og bjóðum við það velkomið. Vegna framkvæmda verður það á öruggum stað á stéttinni fyrir framan Selasetrið í vetur en endanleg staðsetning verður ákveðin með vorinu.
Það má því segja að þó að selurinn sé að sjálfsögðu alltaf í aðalhlutverk hjá okkur, þá fögnum við því að vera núna með bæði styttu af sæljóni og sýningu Náttúruminjasafnins Íslands um rostunga.
