Menningarlegt gildi sela – verkefni fyrir grunnskólanema

Í verkefninu fá nemendur í 3. og 4. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra tækifæri til að kynnast menningarlegu gildi sela á Íslandi. Verkefnið er samstarfsverkefni Grunnskólans og Selasetursins. Lokaafurð verkefnisins verður brúðuleikhús um efnið sem nemdendur vinna sjálfir í kjölfar heimsóknar í Selasetrið.

Verkefnið verður unnið á vorönn 2014 og Dr. Leah Burns er verkefnisstjóri fyrir hönd Selasetursins.