Hið villta norður

Verkefnið Hið villta norður (The Wild North) hefur verið í umsjón Selasetursins frá árinu 2011. Verkefnið er kostað af NORA (North Atlantic Cooperation) og NATA (North Atlantic Tourism Association) og er samstarfsvettvangur ferðaþjónustuaðila, vísindamanna og opinberra stofnana á norðlægum slóðum. Innan Wild Nort fá þessir aðilar tækifæri til að deila þekkingu sinni á náttúrutengdri ferðaþjónustu. Nýjasta afurð verkefnisins eru hegðunarreglur fyrir ferðamenn (Codes of Conduct) sem leiðbeina eiga ferðamönnum um hvernig best er að nálgast villt dýr í náttúrunni.