Gönguleið á Hvammstanga

Ferðamálafélag V-Hún hefur falið Selasetrinu að vinna kort af Hvammstanga fyrir ferðamenn þar sem fram kemur þjónustuframboð á staðnum auk þess sem merkt verður inn á kortið gönguleið(ir) um staðinn og athygli vakin á menningarlega áhugaverðum stöðum í plássinu.

Verkefnið er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.