Kennsluakademía opinberu háskólanna stofnuð

Kennsluakademía opinberu háskólanna hefur verið stofnuð, 11 fengu inngöngu. Þar á meðal hún Dr. Jessica Aquino, deildarstjóri Ferðamálarannsóknarsviðs hjá Selasetrinu og lektor í Ferðamáladeild Háskólans á Hólum.

©Kristinn Ingvarsson

Hlutverk Kennsluakademíu opinberu háskólanna er að efla samtal um kennslu og kennsluþróun innan og milli háskóla, styðja við öflugt náms- og kennslusamfélag og hvetja til kennsluþróunar. Akademían er sett á laggirnar með stuðningi og hvatningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og aðild allra opinberu háskólanna, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólans á Hólum.

Sæti í Kennsluakademíunni er viðurkenning sem hlotnast þeim kennurum sem hafa sinnt kennslu sinni og kennsluþróun af einstakri fagmennsku og fræðimennsku og eru reiðubúnir að deila reynslu sinni með samstarfsfólki sínu og fræðasamfélaginu.

©Kristinn Ingvarsson

https://www.hi.is/frettir/kennsluakademia_opinberu_haskolanna_stofnud_11_fa_inngongu?