Alþjóðlegi seladagurinn er í dag

Í dag er alþjóðlegi seladagurinn. Hann var fyrst haldinn 22. mars 1982 til að vekja athygli á stöðu selsins en á þeim tíma fór selum fækkandi vegna ofveiði. Taldi Bandaríkjaþing ástæðu til að grípa inn í með að gefa selnum þennan dag. Var í kjölfarið gripið til ýmissa aðgerða til að vekja athygli á mikilvægi þess að standa vörð um selinn og forða honum frá útrýmingu.

Beinar selveiðar voru bannaðar við Ísland árið 2019 en selurinn er langlífur og íslenski selastofninn sér því hægt. Íslenski landselurinn er skilgreindur í útrýmingarhættu og íslenski útselsstofninn er skilgreindur í nokkurri hættu. Það er því mikilvægt að sofna ekki á verðinu og passa að selastofninn við Ísland nái þeim lágmarksfjölda sem stefnt er að.

Nýr nemi við Selasetrið

Við bjóðum Nicola Mauro, nýjan starfsnema hjá Selasetrinu í samstarfi við Hafrannsóknastofnun, velkominn. Nicola er meistaranemi í Biology of organisms and ecology í UCLouvain háskóli í Belgíu.

Nicola mun koma að vöktun landsels- og útselsstofna með okkar rannsóknarteymi. Meðal annars verður hann að rannsaka þá þætti í umhverfinu og athafnir manna sem geta haft áhrif á hegðun og útbreiðslu landsela við Ísland.

Selaskoðunarmynd

Megnið af gestum Selasetursins koma í maí til september en því fer fjarri að við sitjum auðum höndum yfir veturinn. Auk þess að hafa opið alla virka daga 11:00 – 15:00 vinnum við í samræmi við markmið okkar sem snúa að selarannsóknum og sjálfbærri selaskoðun. Selaskoðun er svæðinu afar mikilvæg en hana þarf að stunda með ábyrgum hætti, sérstaklega í ljósi þess að íslenski selastofninn er í útrýmingarhættu. Þó að lang flestir þeirra sem stunda selaskoðun geri það með ábyrgum hætti þá berst okkur því miður oft til eyrna að gera megi betur.

Það var okkur á Selasetrinu mikið ánægjuefni að hafa fengið 700 þús. kr. styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og 500 þús. kr. Samfélagsstyrk frá Landsbankanum til þess að gera kennslumyndband um æskilega hegðun við selaskoðun. Um er að ræða stutta teiknimynd með litlum texta svo að sem flestir skilji boðskap hennar. Hefur hönnunarfyrirtækið Gagarín þegar hafið vinnu við hönnun og útlit og verður myndin tilbúin fyrir sumarið.

Öllum hagaðilum mun standa til boða að nota hana án endurgjalds og vonandi mun hún dreifast sem víðast svo stíga megi mikilvægt skref í áttina að sjálfbærari selaskoðun á Íslandi.

Virkilega góð aðsók að Selasetrinu í ágúst og sumaropnun út september

Við erum afar þakklát fyrir alla þá gesti sem sóttu okkur heim í ágúst en samtals komu yfir 6.800 manns í upplýsingamiðstöðina og safnið. Sala á aðgöngumiðum á safnið og varningi í verslun þess er langstærsta tekjulind Setursins og því skiptir góð aðsókn miklu máli fyrir reksturinn. Í samræmi við það höfum við ákveðið að halda áfram með sumaropnunartíma (11:00 – 18:00) til og með 1. október.