Ný grein um skyldleika landselastofna

Nýlega birtist grein um uppruna og skyldleika mismunandi stofna landsels út frá erfðafræðilegum rannsóknum í vísindaritinu Molecular Ecology. Greinin ber heitið „Origin and expansion of the world’s most widespread pinniped: Range-wide population genomics of the harbour seal (Phoca vitulina)“. Sandra M. Granquist sérfræðingur á uppsjávarsviði Hafrannsóknastofununar er einn af höfundum greinarinnar.

Landselur er ein útbreiddasta selategund heims og finnst í mörgum fjölbreyttum búsvæðum á norðurhveli jarðar. Á sama tíma er tegundin talin vera mjög staðbundin sem vekur upp spurningar um hvernig dreifingu tegundarinnar hafi átt sér stað og mismunandi stofnar myndast. Í rannsókninni voru erfðasýni greind úr 286 landselum frá alls 22 mismunandi svæðum, þar á meðal við Ísland, og þau borin saman. Niðurstöður benda til þess að uppruna tegundarinnar sé að finna í norðaustur Kyrrahafi og þaðan hafi hún farið í Norður-Atlantshaf meðfram nyrsta hluta Ameríku yfir til Evrópu. Mikill erfðafræðilegur munur er í dag á milli landsels í N-Kyrrahafinu og N-Atlantshafinu. Þá bendir erfðafræðilegur munur á fínum landfræðilegum skala til sterkra átthaga tengsla hjá tegundinni. Þannig er til dæmis íslenski landselastofninn erfðafræðilega frábrugðinn öðrum landselastofnum.

Hér er hægt að lesa greinina:

https://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/mec.16365

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Selaseturs Íslands verður haldinn fimmtudaginn, 28. apríl kl. 17 að Dæli í Víðidal.

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Við vonumst til að sjá sem flesta hluthafa.

Norðurstrandarleið

Selasetur Íslands er hluti af Norðurstrandarleið (e. Arctic Coast Way), sem er nýleg og nyrsta ferðamannaleið Íslands. Leiðin nær yfir 900 km af norðlenskri strandlengju, sex skagar og sex eyjar.

Norðurstrandarleið snýr baki við troðnar slóðir og beinir ferðamönnum inn á hið fáfarna og afskekkta. Ferðamenn sem fara þessa leið, munu kanna norðurströnd Íslands í næsta nágrenni við heimskautsbauginn. Norðurstrandarleið fer um alla strandlengjuna, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri.

Frekari upplýsingar má sjá á www.nordurstrandarleid.is.

Selatalningin mikla 2022

Selatalning mikla - The Great Seal Count
Selatalning mikla – The Great Seal Count

Óskað er eftir sjálfboðaliðum við Selatalninguna miklu

Laugardaginn 30. júlí kl. 13.30 verður Selatalningin mikla haldin á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga. Við hvetjum alla til að taka þátt, hvort sem þú ert heimamaður, landeigandi eða ferðamaður á ferð þinni um landið. Með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.

Dagskrá dagsins:

Kl. 13:30, er afhending gagna, kynning og þjálfun á Selasetrinu.
Kaffiveitingar í boði fyrir þátttakendur.

Kl. 15:00-19:00, fer selatalningin fram og gott er að hafa með sér sjónauka. Skráning gagna fram á netinu eða með því að skila gögnum á Selasetrið.

Skráning og nánari útfærsla verður auglýst síðar er nær dregur.

Selasetur Íslands hlýtur styrk úr Uppbyggingarsjóði fyrir árið 2022

#selasetur #ssnv #landsbyggdarfyrirtaeki

Selasetur Íslands hefur notið góðs af styrkjum úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra í mörg ár.

Selasetrið fékk nýverið styrk/stuðning fyrir árið 2022 úr Uppbyggingarsjóði í flokki „Stofn og rekstrarstyrkja“. Stofn- og rekstrarstyrkir eru veittir til safna, setra og listamiðstöðva á sviði menningarmála, séu stofnanir, opinber hlutafélög og samtök í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga ekki leiðandi aðilar í rekstrinum. Svona styrkir skipta miklu máli fyrir Selasetrið og starfsemi þess.

Selasetrið þakkar kærlega fyrir sig og lítur björtum augum á starfsárið 2022.

Nánar má lesa um styrki Uppbyggingarsjóðs á vefsíðu SSNV.