Velkominn á selaslóðir í Húnaþingi vestra og Hvammstanga
Á selaslóðum (e. The seal circle) er ferðamannaleið á Norðvesturlandi (2021). Hún er 111 kílómetra löng hringleið, allt frá Hvammstanga og um Vatnsnesið, yfir í Kolugljúfur í Víðidal og aftur til baka á Hvammstanga.
Markmiðið er að laða ferðamenn að í Húnaþing vestra og er ferðafólk hvatt til stoppa og fara út úr bílnum.
Tilvalið er að hefja förina í Selasetri Íslands á Hvammstanga, bæði til að fræðast um lifnaðarhætti sela á ítarlegum sýningum og einnig til að fá upplýsingar um það sem svæðið býður upp á í upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra sem starfrækt er þar.
Hvammstangi, þar er Selasetur Íslands og upplýsingamiðstöð héraðsins
Hamarsrétt, með sinni einstöku staðsetningu
Illugastaðir, með sinn fræga selaskoðunarstað og sögu
Hvítserkur er tignarlegur og Ósar með sitt einstaka selaláttur
Borgarvirki er klettaborg sem var nýtt sem varnarvirki á þjóðveldisöld
Kolugljúfur sem þykir fallegt og stórbrotið
#selaslod #thesealcircle #arcticcoastway
Norðurstrandarleið byrjar á Hvammstanga á Norðurlandi vestra og er Selasetur Íslands og Á Selaslóðum hluti af þeirri leið.