
Í 20 ár hefur eitt af aðalverkefnum Selasetursins verið að styðja við og stuðla að sjálfbærri selaskoðun. Selasetri tók fyrir mörgum árum þátt í verkefni sem kallaðist „Hið villta norður“ (e. The Wild North). Fjöldi aðila tók þátt í verkefnum og ein af afurðum þess voru hegðunarleiðbeiningar (e. Code of Conduct) fyrir ferðamenn sem ætla í fugla-, refa-, hvala- og/eða selaskoðun.
Það er mikilvægt að leiðbeina ferðamönnum sem ætla að njóta náttúru landsins. Það sem snýr helst að Selasetrinu er vissulega að leiðbeina þeim sem ætla í selaskoðun. Þannig verður líklegra að upplifun gesta okkar verði jákvæð og á sama tíma drögum við úr hættunni á því að selirnir verði fyrir ónæði.
Nýjast verkfærið í þessari vinnu okkar er stutt teiknimynd byggð á fyrrnefndum hegðunarleiðbeiningum um selaskoðun. Teiknimyndin er án texta og tals svo sem flestir skilji hana, óháð aldri eða tungumálaþekkingu. Hún var gerð af Gagarín og styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og Samfélagssjóði Landsbankans.
Hér er hlekkur á teiknimyndina, endilega deilið af vild.
https://www.youtube.com/watch?v=XhgejjkOS_w