Selatalningin mikla 2025 – niðurstöður

27. júlí fór Selatalningin mikla fram þegar um 35 sjálfboðaliðar gengu strandlengjuna frá Reykjaskóla og inn Sigríðarstaðavatn, samtals rúmlega 100 km. Talningin hófst með fyrirlestri kl. 14:30 og lauk með grillveislu fyrir sjálfboðaliða. Þar sem þetta var 15. talningin á 20 ára afmælisári Selasetursins þá var hún með veglegra móti, þökk sé Húnaþingi vestra, Ölgerðinni og KVH. Ekki má svo gleyma landeigendum sem gefa okkur leyfi til að fara um land sitt til að telja.

Því miður var niðurstaðan í ár ekki sú sem við höfðum vonast eftir því 445 selir voru taldir en þeir voru 550 í 2024 og 549 árið áður. Það ber þó að hafa í huga að árið 2012 voru 422 selir taldir og 2015 voru þeir 446 þannig að vonandi mun talningin koma betur út að ári. Þetta er hins vegar áminning um það að við verðum að fylgjast vel með þróun selastofnanna við Ísland sérstaklega í ljósi þess að íslenski landselurinn er í útrýmingarhættu.