Tilgangur og markmið
Selasetur Íslands kynnir opna fyrirlestraröð á Selasetrinu. Í þessari fyrirlestraröð, sem er partur af markmiði Selasetursins er snýr að rannsóknum og fræðslu, er einblínt á símenntun og mikilvægi hennar þegar kemur að sjálfbærni og samfélagsþróun.
Þessi opna fyrirlestrarröð er svar Selaseturs Íslands við ákalli Sameinuðu þjóðanna síðan 2016 um að tryggja nám án aðgreiningar og að efla tækifæri til símenntunar fyrir alla. Tilgangur fyrirlestraraðarinnar er að varpa ljósi á staðbundna vinnu á Norðurlandi og mun innihalda kynningar frá vísindamönnum, kennurum og listamönnum, með náttúruna að leiðarljósi.
Fyrirlestrarnir verða haldnir fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði og hófust 2019 á fyrirlestri Einars Þorleifssonar, náttúrufræðing, sem nýverið hóf störf hjá Selasetri Íslands til að sinna rannsóknum á fuglum á Norðurlandi.
Ef þú hefur áhuga á vera með kynningu/fyrirlestur á Selasetrinu, vinsamlega sendu starfsheiti, ágrip (100-200 orð) og ljósmynd á netfangið Jessica(hjá)holar.is og erindið verður tekið til greina fyrir fyrirlestra sem haldnir verða 2021-2022.
Dagskrá 2021
Mánudagskvöldið 23. ágúst 2021
Við hefjum haustönnina okkar með tveimur fyrirlestrum mánudagskvöldið 23. ágúst. Í þetta skiptið verða sumar vísindamennirnar okkar, þær Brontë Harris frá Englandi og Laura Redaelli frá Ítalíu sem munu halda eftirfarandi fyrirlestra:
Laura verður með fyrirlesturinn: “Sleeping between land and sea: the unusual form of sleep in pinniped“.
Bronte verður með fyrirlesturinn: “Exploring Behavioural Variation in Common Shore Crabs (Carcinus meanas) in response to their environment“.
Fyrirlestrarnir verða á ensku og hefjast kl. 20 í sýningarsal Selasafnsins við höfnina.
Boðið verður uppá kaffí og konfekt.
Fimmtudagskvöldið 7. október, 2021
Zoé Drion, Meistaranemi hjá Gembloux Agro-Bio Tech (Liège Hásklóli), Belgiu.
Zoé verður með fyrirlesturinn: “Analysis of the Red Fox population density in a Belgian Nature Reserve“.
Fyrirlesturinn verður á ensku og hefst kl. 20 í sýningarsal Selasafnsins við höfnina. Boðið verður uppá kaffí og eru allir velkomnir.
Fimmtudagskvöldið, 4. nóvember, 2021
Eric dos Santos, rannsóknamaður hjá Hafrannsóknastofnun og Selasetur Íslands, mun halda fyrirlesturinn “Marine invertebrates and fish in deep water.” sem er meistaraverkefnið hans sem lauk árið 2010. Bæði á íslensku og ensku.
Hólmfríður Jakobsdóttir, meistaranemi HÍ, mun halda kynningu um meistaraverkefninu sínu sem er að byrja í ár. Verkefnið heitir: The effect of wildlife tourism on behavior and abundance of harbour seals, estimated using automatic trail cameras.
2. desember, 2021
Dr. Jessica F. Aquino, Lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og deildarstjóri Ferðamálarannsóknarsviðs hjá Selasetri Íslands.