Menningarráð Norðurlands vestra styrkti uppbyggingu fræðslumiðstöðvar Húnaþings vestra í Selasetrinu. verkefnið fólk m.a. í sér gerð upplýsingakorts þar sem m.a. vakin er athygli á menningarlega áhugaverðum stöðum á svæðinu. Einnig var þróaður hugbúnaður fyrir spjaldtölvur sem verður sýnilegur á Selasetrinu svo ferðamenn geti með auðveldum hætti fræðst um svæðið, menningu þess, áhugaverða staði og þjónustuframboð.
