Fuglastígur á Norðurlandi vestra

Verkefnið er samvinnuverkefni Ferðamálasamtaka V-Hún og A-hún, Ferðamálasamtaka Skagafjarðar, Selasetursins, Náttúrustofu Norðurlands vestra og Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum. Verkefnið hófst formlega í lok árs 2013 og verður fyrsta áfanga þess lokið í lok árs 2014. Lagður verður grunnur að kortlagningu fuglastígs á Norðurlandi vestra þar sem áhugaverðir staðir til fuglaskoðunar verða teknir út, kortlagðir og kynntir. Selasetrið hefur með höndum verkefnisstjórn.

Verkefnið er styrkt af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra.