Ný skýrsla

Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðisviðs við Selasetur Íslands, gaf nýverið út skýrsluna Stjórnun og ástand íslenska landselsstofnsins 2016: Selveiði og stofnstærðarmat ásamt Erlingi Haukssyni.

Skýrsluna má nálgast hér: http://www.veidimal.is/files/Skra_0075605.pdf

Nýir sérfræðingar

Þann 1. júlí hófu störf  við Selasetur Íslands tveir nýir sérfræðingar á sviði selarannsókna. Þeir munu starfa undir handleiðslu Söndru Granquist, deildarstjóra líffræðarannsóknasviðs við Selasetur Íslands.

Sérfræðingarnir eru Dr Alastair Baylis og Jóhann Garðar Þorbjörnsson.

Dr Alastair Baylis útskrifaðist með doktorsgráðu frá Háskólanum í Adelaide í Ástralíu árið 2008. Aðalviðfangsefni doktorsritgerðar hans var fæðunám loðsela (New Zealand fur seals) í Suður-Ástralíu. Al hefur áður unnið fyrir UBC sjávarspendýrarannsóknastöðina á Pribilof-eyjum, í Alaska og á Falklandseyjum, en þar stundaði hann rannsóknir á sæljónum (southern sea lions) og Suður-Amerískum loðselum, en þetta eru stofnar sem höfðu fram að þeim tíma verið mjög lítið rannsakaðir. Aðaláhugamál hans á sviði selavistfræði eru m.a. söguleg vistfræði, stofnstærðarbreytingar, stofnerfðafræði og fæðuvalsrannsóknir. 

 

Jóhann Garðar Þorbjörnsson útskrifaðist með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Árið 2015 lauk hann meistaranámi frá Háskólanum á Hólum, þar sem hann rannsakaði áhrif kafara á vistkerfi grunvatnsgjárinnar Silfru á Þingvöllum. Í meistaranámi sínu dvaldi hann sex mánuði á Svalbarða þar sem hann stundaði skiptinám á sviði heimskautalíffræði. Jóhann hefur sérstakan áhuga á áhrifum mannsins á lífkerfi.

Við bjóðum þá Al og Jóhann hjartanlega velkomna, og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

Önnur meistararitgerð varin

 

Miðvikudaginn 27. apríl varði Georgia Clack meistaraverkefni sitt við Háskólasetur Vestfjarða. Verkefni hennar heitir The impact of tourism on harbour seals and their distribution around Iceland.

Leibeinendur Georgiu voru  Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsókna við Selasetur Íslands og selasérfræðingur Veiðimálastofnunar; og Erlingur Hauksson, sjávarlíffræðingur hjá Vör sjávarrannsóknarsetri við Breiðarfjörð.

Meistararitgerð varin

Í dag, þriðjudaginn 19. apríl, ver Elin Lilja Öqvist meistaraverkefni sitt við Stokkhólmsháskóla. Verkefni hennar heitir Whaling or watching, sealing or seeing? A study of interactions between marine mammal tourism and hunting in Iceland.

Leibeinendur Elinar eru  Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsókna við Selasetur Íslands og selasérfræðingur Veiðimálastofnunar; og Anders Angerbjörn, prófessor við Stokkhólmsháskóla.

 

 

 

Samningur í höfn

Stórum áfanga í sögu Selaseturs Íslands var náð með undirritun samnings setursins við Hafrannsóknastofnun þann 11. apríl 2016.

Samningurinn er upp á 40 milljónir króna, þar af eru 10 milljónir eingreiðsla stofnkostnaðar vegna tækjakaupa og standsetningar húsnæðis, og 30 milljónir renna til líffræðirannsókna á selastofninum við Íslandsstrendur. Vonir standa til að rannsóknastyrkurinn verði áframhaldandi.

Á myndinni sjást, frá vinstri: Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsókna við Selasetur Íslands; Ársæll Daníelsson, stjórnarformaður Selaseturs Íslands; Ólafur S. Ástþórsson, settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar; Sólmundur Már Jónsson, aðstoðarforstjóri – fjármál, hjá Hafrannsóknastofnun.


Selasetrið vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem að málinu hafa komið, og lítur björtum augum til framtíðar selarannsókna á Íslandi.

Undirritun

Mánudaginn 11. apríl kl. 12 mun Selasetur Íslands undirrita samstarfssamning við Hafrannsóknastofnun á safni setursins.

Heimamönnum og öðrum velunnurum er boðið að vera við athöfnina.

Sandra Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknasviðs, og dr Jessica Faustini Aquino, deildarstjóri ferðamálarannsóknasviðs, halda stutt erindi.

 

 

 

Fjórfaldur mars

Beint í kjölfar metfebrúarmánaðar, þar sem getakomur þrefölduðust á milli ára, fylgdi marsmánuður sem fór framúr björtustu vonum.

Fjölgun gestakoma í mars var rúmlega fjórföld milli ára hingað á Selasetrið.

Við bíðum spennt eftir sumrinu!

 

Ný vísindagrein

Sandra M. Granquist, deildarstjóri selarannsókna, birti nýlega í samstarfi við Erling Hauksson, selasérfræðing, grein í vísindatímaritinu Polar Biology. Greinin fjallar um niðurstöður úr rannsóknum á hegðun og viðveru landsela í látrum. Í rannsókninni var kannað hvaða þættir hafa áhrif á það á hvenær landselir liggja í látrum, en mikilvægt sé að slíkir þættir séu á hreinu m.a. til þess að meta stofnstærð landsela með selatalningu. Landselir eru aðallega viðverandi á landi á meðan á kæpingartímabilinu og háraskiptunum stendur, og sýna niðurstöðurnar að kæpingartímabilið stendur yfir frá lok maí fram í byrjun júní og háraskiptin frá lok júlí og fram í byrjun ágúst. Þess á milli er viðvera sela í látrunum minni. Höfundarnir komust að því að aðrir þættir sem hafa áhrif á hvenær selir liggja uppi í látrunum eru lofthiti, sjávarástand, vindhraði og vindátt.

 Úrdrátt úr greininni má nálgast hér: http://link.springer.com/article/10.1007/s00300-016-1904-3

Umsóknir um sumarstörf á Selasetrinu

Umsóknir um sumarstörf á Selasetrinu þurfa að berast fyrir 18. mars.

Við óskum eftir glaðværu og þjónustulunduðu fólki með frumkvæðni og góða tungumálakunnáttu til að aðstoða ferðamenn, afgreiða í versluninni, selja inn á safnið, þrífa og ýmislegt annað sem til fellur.

Sendu ferilskrá til Sigurðar Líndal á netfangið selasetur@selasetur.is viljir þú sækja um.