List fyrir alla – menning fyrir alla

Selasetur Íslands tekur þá í verkefninu “List fyrir alla” sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.

Á heimasíðunni List fyrir alla má finna:

  • Listviðburðir: yfirlit yfir þá listviðburði sem standa grunnskólum landsins til boða hvert skólaár.
  • Listveitan: rafrænn miðill List fyrir alla og miðlar fjölbreyttu og faglegu listefni fyrir grunnskóla.
  • Menningarhús og söfn: upplýsingar um sem bjóða upp á listir og menningu fyrir og með börnum.

Hér er linkur á verkefnið fyrir Norðurland vestra:
https://listfyriralla.is/menning-fyrir-alla/landshlutar/nordurland-vestra/

Frú Eliza Reid leit við á Selasetrið

Forsetafrúin Eliza Reid ásamt Eddu dóttur sinni heimsótti Húnaþing vestra á föstudaginn var en hún var heiðursgestur á brúðuhátiðinni Hipp festival sem haldin var um helgina.

Hún leit einnig við á Selasetrið þar sem Guðmundur stjórnarformaður, Sandra, Jessica, Hafþór, Eric, Zoé og fl. tóku vel á móti þeim mæðgum.

Selir og áhrif umhverfisbreytinga

Fyrir nokkru gaf Hafrannsónarstofnun út stóra skýrslu að nafni „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga“. Skýrslan er samantekt um stöðu vistkerfa og áhrif umhverfis- og loftlagsbreytinga. Í skýrslunni er að finna kafla um stöðu selastofna við Ísland og áhrif umhverfisbreytinga sem er eftir Söndru Granquist, deildarstjóri Selarannsóknardeildar Selaseturs og selasérfræðingur Hafrannsóknastofnunnar. Kaflinn um seli hefst á bls. 100.

Hér er hlekkurinn:

https://www.hafogvatn.is/static/research/files/hv2021-14.pdf

Fyrirlestur eftir Zoë Drion – 7. okt. 2021 – kl. 20:00

Fyrirlesturinn verður á ensku og snýrst hann um rauðrefastofninn í Hautes Fagnes Þjóðgarðinn. En þar hefur refurinn áhrif á einkennandi fuglategundina black grouse (Lyrurus tetrix). Til þess að auka þekkingu um rauðrefa, vann Zoë meistaraverkefni þar sem hún notaði sjálfvirkar myndavélar til að safna gögn um rauðrefastofninn eins og hann er í dag og bar þau gögn saman við söguleg gögn söfnuð fyrir 1990.

Nánari upplýsingar hér.

Selasafnið lokar í dag formlega fyrir veturinn

Selasafnið lokar formlega fyrir veturinn frá og með 1. október. En hafirðu áhuga á að koma með hóp til okkar er hægt að bóka tíma í síma 451 2345 eða með tölvupósti á info@selasetur.is.

Selasafnið verður opið á Brúðulistahátíðinni HIP (Hvammstangi International Puppet Festival) laugardaginn 9. október, kl.12-14.