Miðvikdagskvöldið 19. júlí verða tónleikar á Selasetrinu með aac en sveitina skipa þau Ása Önnu Ólafsdóttir gítarleikari, Cammy Anderton fagottleikari og Ana Luisa Diaz de Cossio fiðluleikari. Sambræðsla tónlistarfólks frá Skotlandi, Mexíkó og Íslandi býður upp á spunatónlist þar sem áferð og hrynur víkkar sjóndeildarhring hlustenda.
Tónleikarnir hefjast kl: 20:00 og standa yfir í um 40 mín. Aðgangseyrir er 2.000 kr og hægt verður að kaupa létta drykki á barnum.