Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Fjórar tegundir í viðbót eru þekktar hér við land sem flækingar, en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Þessar tegundir eru vöðuselur (Phoca groenlandica), kampselur (Erignathus barbatus), blöðruselur (Cystophora cristata) og hringanóri (Phoca hispida). Einnig hafa rostungar (Odobenus rosmarus) sést hér við land en þeir eru þó mjög sjaldséðir.
Siðareglur ferðamanna við selaskoðun
Verum varkár, því þetta er griðastaður selanna og við erum gestir
Verndum selina í náttúrunni, það gerum við með því að:
- virða 100 metra fjarlægðartakmarkanir við seli og alls ekki að snerta þá
- hreyfa okkur rólega og hafa alltaf lágt, allan tímann
- Ef selirnir sýna merki um truflun, hreyfðu þig hægt í burtu í meiri fjarlægð
- köstum aldrei steinum eða öðrum hlutum í átt að selunum, því það getur valdið streitu og haft neiðkvæð áhrif á vellíðan þeirra
- færa okkur lengra frá ef selirnir sýna merki um truflun, aukna árverkni eða flýja
- að nálgast aldrei kópa sem virðast einmanna og aldrei að reyna að bjarga þeim, því Urtan er nálægt í fæðuleit. Þá skiptir máli að fara alls ekki nær en 100 metra.
- selirnir eru forvitnir að eðlisfari og nálgast stundum okkur mennina. Þegar þetta gerist þá skaltu halda ró þinni og halda kyrru fyrir, þangað til þeir synda á brott
- að nota ekki dróna, því selirnir hræðast þá
Til að fræðast nánar um hverja selategund smellið á myndirnar hér að neðan:
Texti unninn í samvinnu við Erling Hauksson sjávarlíffræðing.
Myndir: Jón Baldur Hlíðberg
Heimildir:
- Páll Hersteinsson (ritstj.) 2004. Íslensk Spendýr. Vaka-Helgafell, Reykjavík, 344 bls.
- Lúðvík Kristjánsson 1980. Íslenskir sjávarhættir I. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykkjavík, 472 bls.