

Undanfarin ár hafa Selasetur Íslands og Náttúrustofa Norðurlands vestra (NNV) verið í nánu og góðu samstarfi. Hér á Hvammstanga hafa verið staðsettir starfsmenn frá NNV sem hafa verið virkir þátttakendur í því vísindasamfélagi sem hér er. Nýlega var skrifað undir nýjan samstarfssamning Selasetursins og NNV og við hjá Selasetrinu fögnum því innilega að framhald verði á þessu góða samstarfi.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Starra Heiðmarsson forstöðumann NNV og Örvar B. Eiríksson framkvæmdastjóra Selasetursins við undirritun samningsins.